-Auglýsing-

Nýjar reglur um transfitusýrur

Um næstu áramót ganga í gildi reglur um að smjörlíki, sem framleitt er hér á landi, að vera transfitusýrulaust. Transfitusýrur eru taldar skaðlegar líkamanum og hafa Danir fyrstir þjóða sett lög um hámarkshlutfall transfitusýra í matvælum.

Transfitusýrurnar sem myndast þegar olían er tekin og hert að hluta til eru mun óhollari en rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt í ljós, samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum.

Nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla transfitusýra hefur verri áhrif á hjarta og æðakerfið en mettaðar fitusýrur og að þær auka magn slæms kólesteróls í blóði og lækka magn góðs kólesteróls.

Eins leikur grunur á að mikil neysla transfitusýra geti átt sinn þátt í tíðni sykursýki tvö og þá hefur neysla transfitusýra  verið bendluð við krabbamein, fósturskaða og ofnæmi hjá börnum þótt ekki hafi tekist að sanna það með fullgildum hætti. Þá eru transfitusýrur talda auka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum en auk þess hefur komið í ljós að hert fita stuðlar að bólgumyndun, sem er sameiginlegt einkenni þrálátra sjúkdóma. Það eykur meðal annars hættu á psoriasis og öðrum slíkum þrálátum sjúkdómum, að því er fram kemur í Bændablaðinu í dag.

Í prófunum á íslenskum og innfluttum vörum sem seldar voru hér á landi kom í ljós að meira magn af transfitusýrum var í vörum hér á landi en samskonar vörum í Danmörku. Þar er notkun á transfitusýru í matvælum takmörkuð við 2% heildarfitu.

Transfitusýrur eru mjög algengar í kexi, frönskum kartöflum, kartöfluglögum, örbylgjupoppi, kökum, súpum og öðrum þurrvörum sem innihalda hálfherta olíu.

- Auglýsing-

Ef fólk vill forðast transfitusýrur þá þarf að leggja á sig smá vinnu. Fyrir það fyrsta þarf að rýna í innihaldslýsinguna. Ef að þar stendur hálfhert jurtaolía eða jurtaolía hert að hluta til þá inniheldur varan transfitusýrur. Á ensku er talað um partially hydrogenated oil og á dönsku delvist hærdet olie/fedt, að því er Neytendasamtökin greina frá.

Heilbrigðisyfirvöld geta ekki lokað augunum fyrir skaðsemi hertrar fitu, segir Berit Johansen, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi í samtali við Bændablaðið. Með því að herða fituna hækkar bræðslumark hennar og hún verður þéttari. Herðingin stuðlar einnig að því að fitan þránar ekki og matvörur á borð við kex geymist óskemmt mánuðum saman.

Herta fitu er einkum að finna í djúpsteiktum matvælum og þá helst í frönskum kartöflum. Kex og kökur, sem geymast óskemmd mánuðum saman við stofuhita, innihalda einnig töluvert af transfitu, einnig súkkulaðivörur.

Transfita er ódýr í framleiðslu en varhugaverð í notkun. Uppbygging transfitusýrunnar er skaðleg fyrir líkamann, segir Berit Johansen í Bændablaðinu. Hún er prófessor í sameindafræði við Tækniháskólann í Þrándheimi og rannsakar samband mataræðis, bólgumyndunar og þrálátra sjúkdóma.

Berit telur að það þurfi bæði að gefa upp magn af transfitusýrum í matvælum í verslunum og að ákveða hámarks leyfilegt magn þeirra. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið slíkt hámark. Það má ekki vera meira en 2% af heildarfitu í matvælunum. Danmörk er enn sem komið er eina landið sem hefur ákveðið slík mörk, en í Bandaríkjunum hefur New York-ríki bannað veitingahúsum að selja mat með meira en 0,5% af transfitu af heildarfitu réttarins.

Um næstu áramót eigi smjörlíki, sem framleitt er hér á landi, að vera transfitusýrulaust. Elva Gísladóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð, bendir á í samtali við Bændablaðið að steikingarfeiti sé til sölu hér á landi með og án hertrar fitu. Verðið á þessum tveimur tegundum er svipað og telur Elva að auglýsa þurfi þennan valkost vel. Hún bendir á að fólk megi heldur ekki gleyma því að mettaða fitan sem er í mjólkurvörum og fleira er líka óholl og hennar er meira neytt en hertu fitunnar.

“Hægt er að fara tvær leiðir í málinu. Það er hægt að setja lög um hámarksmagn transfitusýra eins og Danir hafa gert, og raunar fleiri, og það er líka hægt að vera í samvinnu við framleiðendur og upplýsa neytendur. Hugsa þarf  um ávinning og kostnað við hvort tveggja. Annars vegar er kostnaður af eftirliti ef bann er sett á og svo kostar áróður og fræðsla gegn hertri fitu sitt ef bann er ekki sett á,” segir hún.

www.dv.is 07.11.2007

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Auðunsdóttir – sigridur@dv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-