Því miður er lítið sem ekkert til af bókum um hjartabilun og aðstandendur þeirra og er það miður.
Það að greinast með hjartasjúkdóm er eitthvað sem breytir öllu manns lífi. Í mínu tilfelli tók við ólæknandi fróðleiksþorsti um það ástand sem væntanlega myndi verða mér að aldurtila.
Þegar staðreyndin var ljós að ég væri með hjartabilun fór ég að lesa. Sá lestur setur tvær bækur á toppinn varðandi þessi mál. Báðar þessar bækur er ég með í bókalistanum mínum, sem ég reyndar hef trassað að bæta við en það stendur til bóta.
Success with heart failure eftir Marc Silver, M.D.
Frábær bók og algjör skyldulesning fyrir þá sem að þjást af hjartabilun og aðstandendur þeirra. Þarna er að finna allt sem þú þarft og meira til. Algjör snilld.
Thriving With Heart Disease Eftir Wayne M. Sotile, Ph.D., with Robin Cantor-Cooke.
Dafnað með hjartasjúkdóm er hreint út sagt alveg frábær lesning þar sem farið er yfir hvað viðhorf okkar skipta miklu máli þegar glímt er við hjartasjúkdóma.
Farið er yfir flest það sem kemur upp í tilfinningalífinu eftir að hafa greinst með hjartasjúkdóm eða fengið hjartaáfall. Talað er um þunglyndi, hjartabilun, kynlíf matarræði hvaða áhrif lyfin sem við tökum hafa á okkur og síðast en ekki síst samskipti okkar við okkar nánustu.
Dr. Sotile er með heimasíðu sem er mjög áhugaverð og hér er tengillin: www.sotile.com
Björn