-Auglýsing-

Streita slæm fyrir hjartað

ÞEIR sem snúa til streitumikillar vinnu eftir hjartaáfall eru í meiri hættu á að fá aftur hjartaáfall en þeir sem vinna ekki streituvaldandi vinnu, eftir því sem nýleg rannsókn leiddi í ljós. Frá þessu er sagt á vefmiðli BBCen í rannsókninni sem er kanadísk, var fylgt eftir eitt þúsund einstaklingum eftir að þeir sneru til vinnu í kjölfar hjartaáfalls.

Á sex árum höfðu meira en tvö hundruð þeirra aftur tekist á við hjartavandamál og þeir sem unnu streituvaldandi vinnu voru helmingi líklegri en hinir til að verða veikir. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeir sem vinna streituhlaðna vinnu eru líklegri en aðrir til að fá yfirhöfuð hjartaáfall.

June Davison hjartasjúkdómahjúkrunarkona hefur sagt í framhaldi af þessum niðurstöðum:

“Við þurfum að öðlast enn frekari skilning á því hvernig streita hefur áhrif á hjartað og blóðrásina. En þangað til getur skipt miklu máli að hver og einn finni út hvað það er sem eykur streitu hans og við þurfum að læra að takast á við streituhlaðnar aðstæður.”

Morgunblaðið 29.10.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-