Hjartalæknar í Danmörku eru margir hverjir ósáttir við nýjar reglur sem taka gildi í haust. Samkvæmt nýju reglunum á hver sjúklingur ekki að þurfa bíða lengur en einn mánuð eftir aðgerð.
Yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum segir erfitt að koma þessu við. Verulega veikir hjartasjúklingar hafi hingað til verið meðhöndlaðir eins fljótt og hægt er og þeir sem minna eru sjúkir látnir bíða. Nýju reglurnar geti hins vegar leitt til verri þjónustu við þá sem þurfa að komast fljótt í aðgerð.
-Auglýsing-
www.ruv.is 09.08.2007
-Auglýsing-