Landlæknir Bretlands vill breyta lögum þannig að litið sé á alla þegna landsins sem viljuga líffæragjafa, nema þeir óski sérstaklega eftir því að vera það ekki. Í dag er þessu þveröfugt farið. Sir Liam Donaldson segir að með því megi bjarga hundruðum mannslífa á hverju ári.
Breska ríkisstjórnin hafnaði slíkum breytingum árið 2004. Sir Liam segir að skoðanakannanir sýni að 70 prósent þjóðarinnar séu tilbúin til þess að gefa líffæri. Hinsvegar hafi ekki nema 20 prósent haft fyrir því að láta skrá sig sem líffæragjafa. Það séu því full rök fyrir að breyta lögunum.
-Auglýsing-
Óli Tynes skrifar
www.visir.is 17.07.2007
-Auglýsing-