-Auglýsing-

Læknar þjást vegna mistaka sinna

Það eru ekki bara sjúklingar sem þjást af völdum læknamistaka, heldur einnig læknar. Þetta kemur fram í rannsókn sem sýndi að margir læknar sem gera mistök þjást af streitu, svefnvandræðum og minna sjálfstrausti.
Rúmlega 90 prósent af 3.171 læknum sem tóku þátt í könnun Amy Waterman, sálfræðings við Washington-háskóla í Bandaríkjunum, sögðust hafa verið nærri því að gera mistök, hafa gert minni háttar mistök eða gert alvarleg mistök í starfi. Þar á meðal voru mistök sem ollu varanlegum eða hugsanlega lífshættulegum skaða. Könnunin fór fram í bandarísku borgunum St. Louis og Seattle og í Kanada. 

Af þeim læknum sem féllu í fyrrgreindan hóp sögðust rúm 60 prósent þeirra finna fyrir auknum kvíða vegna möguleika á öðrum mistökum og 44 prósent sögðust hafa minna sjálfstraust í starfi. Rúm 40 prósent áttu erfitt með svefn og sama hlutfall fann fyrir minni starfsánægju.
Einungis tíu prósent sögðu sjúkrahúsin hafa boðið sér fullnægjandi aðstoð við að vinna úr streitu í kjölfar mistaka.

Donald Berwick, læknir og prófessor við Harvard-háskóla, segir að jafnvel þótt sjúkrahús séu nú opnari fyrir því að viðurkenna mistök séu margir stjórnendur hræddir við lögsókn og leyfa því ekki læknum einu sinni að ræða mistök sín, hvað þá bjóða þeim aðstoð til að vinna úr þeim.

Fréttablaðið 24.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-