-Auglýsing-

Vélmenni lagar óreglulegan hjartslátt

Skurðlæknar á Bretlandi prófa nú í fyrsta sinn vélmenni sem getur framkvæmt flóknar hjartaaðgerðir. Vélmennið er notað til þess að leiða þunna víra í gegnum æðar í hjartans til þess að laga óreglulegan hjartslátt.

Læknar Sjúkrahúss heilagrar Maríu í London segja aðgerðina minnka áhættu sjúklings og auka afköst í slíkum aðgerðum. Rúmlega 20 manns hafa gengist undir aðgerð með vélmenninu, sem er eitt fjögurra í heiminum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Vírarnir, sem þræddir eru í gegnum hjartaæðar, gefa frá sér rafstraum í ákveðna hluta hjartavöðvans. Straumurinn er notaður til þess að eyðileggja örsmáa hluta hjartavefjarins sem valda óreglulegum hjartslætti.

Vélmennið, sem kallað er Sensei, er notað þannig að læknar stjórna í gegnum tölvu staðsetningu vélhandarinnar og stjórna vírunum. Í framtíðinni er stefnt að því að vélmennið geti komið vírunum fyrir með nákvæmum hætti á stað sem læknarnir velja með því að smella á tölvumynd.

www.mbl.is 24.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-