Súkkulaði er allra meina bót, ef marka má nýjar rannsóknir danskra vísindamanna. Rannsókn sem gerð var við Manneldisstofnun Kaupmannahafnarháskóla sýnir, að þeir sem borða dökkt súkkulaði lifi lengur en þeir sem ekki borða það. Efni sem kallast polyfenol er í kakóinu sem súkkulaðið er gert úr. Það dregur úr hættu á hjartasjúkdómum og æðakölkun.
Þá eykur súkkulaðið kynlífslöngun og gerir brjóst kvenna stinn.
-Auglýsing-
Næringarsérfræðingurinn Arne Astrup prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, sem stýrði rannsókninni segir að ekki sé vitað hvernig efnið hafi þessi áhrif, en það sem meira er, súkkulaðið sé gott, vilji fólk grenna sig, það sé mjög mettandi og geti þannig dregið úr matarlöngun.
Ruv.is 21.03.2007
-Auglýsing-