-Auglýsing-

Læknar mæla með að munn við munn aðferðinni verði hætt

Læknar segja að sé bæði óþarfi og fráhrindandi að hvetja fólk á skyndihjálparnámskeiðum að beita munn við munn aðferðinni. Þeir segja að vegfarendur séu ólíklegir til þess aðstoða sjúkan einstakling þurfi þeir að beita munn við munn aðferðinni. Þá segja þeir að margir kunni einfaldlega ekki að beita aðferðinni á rétt.

Fram kemur í japanskri rannsókn, sem birt var í læknatímaritinu The Lancet, að hjartahnoð eitt og sér geri mikið gagn og oftar en ekki sé sú aðferð einfaldlega betri en að beita bæði munn við munn aðferðinni og hjartahnoði.

-Auglýsing-

Þeir sem unnu að rannsókninni hvetja þá sem kenna skyndihjálparnámskeið að endurskoða ráðleggingar sínar varðandi endurlífgun. Þessu eru bresku hjartasamtökin hinsvegar ósammála.

Núverandi ráð er að beita munn við munn aðferðinni nema fólk getir það ekki eða vilji það ekki.

- Auglýsing-

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að tæpur þriðjungur þeirra sem fá áfall og falla saman á almenningsstöðum er hjálpað af vegfarendum.

Þá benda rannsóknir til þess að margir sem eru að læra skyndihjálp þyki einfaldlega fráhrindandi að veita einhverjum lífsins koss. Sem dæmi má nefna þá óttast sumir að fá smitsjúkdóm eftir að hafa beitt munn við munn aðferðinni.

Þegar vegfarendur veita einhverjum aðstoð, þá getur munn við munn aðferðin tekið mikilvægan tíma frá hjartahnoði sem er grundvallaratriði við endurlífgun.

Auk þess ef sjúklingurinn hefur t.d. fengið hjartaáfall þá ætti hann að hafa nægilega mikið af súrefni í líkamanum til þess að halda þeim á lífi án þess að beitt sé munn við munn aðferðin.

Doktor Ken Nagao og samstarfsfélagar hans við Surugadai Nihon háskólann í Tókýó segja að við kringumstæður sem þessar væri betra að halda sig við einvörðungu við hjartahnoð.

Þeir rannsökuðu kenningu sína með því að kanna útkomu 4.000 fullorðinna sjúklinga sem höfðu notið aðstoðar vegfarenda.

Þeir komust að því að hjartahnoð eitt og sér væri mun betra heldur en að beita munn við munn aðferðinni og hjartahnoði.

Morgunblaðið 16.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-