-Auglýsing-

Kúla skorin úr hjarta, 39 árum seinna

Le Dinh Hung, sextugur uppgjafahermaður frá Víetnam, er laus við brjóstsviða, og önnur óþægindi, eftir að hafa lagst undir skurðhnífinn í Hanoi á dögunum. Þá fjarlægði skurðlæknir 2,5 sentímetra langa byssukúlu sem Hung hafði borið í hjarta sér í 39 ár.
Hung særðist í átökum við bandaríska hermenn í Suður-Víetnam 1968. Kúlan fór gegnum magann, skemmdi hjartaloku og nam staðar aftast í hjartanu. Læknirinn sem skar Hung upp segist aldrei hafa séð neitt svipað þessu, alla jafna deyi menn samstundis séu þeir skotnir í hjartað.

ruv.is.17.04.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-