-Auglýsing-

Yfir 100 þúsund Bandaríkjamenn bíða líffæraígræðslu

Rúmlega 100 þúsund Bandaríkjamenn bíða líffæraígræðslu og hafa biðlistar eftir líffærum aldrei verið lengri. Flestir bíða eftir að fá nýtt nýra, eða 76 þúsund manns, en meira en 400 þúsund Bandaríkjamenn eru í meðferð vegna alvarlegrar nýrnabilunar.

Biðlistar nýrnaþega í Bandaríkjunum hafa lengst um 42% frá því í janúar 2004. Á sama tíma hefur fækkað á biðlista vegna lifrarígræðslu um 4% og þeim sem bíða eftir hjartaígræðslu hefur fækkað um 23%.

Líffæraflutningum í Bandaríkjunum hefur fjölgað um rúmlega 11% frá árinu 2003 og dauðsföllum hefur að sama skapi fækkað ár frá ári. Í fyrra létust 6.700 Bandaríkjamenn sem biðu eftir líffæragjöf. Þörfin fyrir líffæri eykst stöðugt og hafa yfirvöld hvatt fólk til að skrá sig á líffæragjafalista.

www.mbl.is 13.11.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-