-Auglýsing-

Vísbendingar um að algengt sykursýkislyf auki hættu á hjartasjúkdómum

Vísindarannsókn bendir til þess, að algengt sykursýkislyf, sem selt er undir nöfnunum Avandia og Avandamet, auki hættu á hjartasjúkdómum. Lyfið, sem kom á markað fyrir átta árum, er notað til að halda blóðsykri í skefjum hjá fólki, sem er með svonefnda sykursýki 2. GlaxoSmithKline, framleiðandi lyfsins, hefur dregið þessar niðurstöður í efa en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 7,9% á Wall Street í gær.

Talið er að yfir 6 milljónir manna um allan heim taki lyfið. Niðurstöður rannsóknar á lyfinu birtust í gær á netsíðu tímaritsins New England Journal of Medicine en í rannsókninni var fylgst með 28 þúsund sjúklingum. Rannsóknirnar bentu til þess að 43% meiri líkur væru á hjartasjúkdómum ef umrædd lyf væru tekin. Hjartasjúkdómar eru helstu fylgikvillar sykursýki og því er mikið áfall ef lyf, sem notað er við sykursýki, eykur enn á þá hættu.

Bandaríska lyfjaeftirlitið sagði í gærkvöldi, að skipuð yrði sérstök nefnd til að fara yfir málið en reiknaði ekki með því að láta breyta strax merkingum á umbúðum lyfsins og láta vara þar sérstaklega við aukaverkunum.

mbl.is. 22.05.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-