-Auglýsing-

Ranglætið ræðst á hjartað

Ranglæti er ekki bara sorglegt og pirrandi. Það eykur einnig hættuna á kransæðastíflu og hjartaáfalli að mati vísindamanna.
Roberto De Vogli og samstarfsmenn hans við University College í London og Institute of Occupational Health í Finnlandi hafa komist að þessari niðurstöðu að því er forskning.no greinir frá.

Þeir rannsökuðu yfir 8.000 eldri starfsmenn bresku ríkisstjórnarskrifstofanna í London. Þeir voru beðnir um að svara spurningum um hversu réttlátt þeim fannst þeir hafa verið meðhöndlaðir í vinnunni, fjölskyldunni og í samfélaginu almennt.

-Auglýsing-

Næstu 11 ár á eftir fylgdust vísindamennirnir með andlegri og líkamlegri heilsu hinna rosknu þátttakenda. Í ljós kom að hættan á að fá alvarlegan hjartasjúkdóm var tvöföld hjá þeim sem fannst þeir hafa orðið fyrir mesta ranglætinu, samanborið við þá sem upplifðu það sjaldan.

Réttlæti lykill að heilbrigðu samfélagi

Konur, lágtekjufólk og þeir sem höfðu lægri stéttarstöðu voru líklegri til að finnast þeir hafa orðið fyrir óréttlæti og þetta virtist tengjast aukinni hættu á sálrænum og líkamlegum erfiðleikum. Vísindamennirnir telja því að réttlæti sé einn af lyklunum að heilbrigðara samfélagi.

Vísindamennirnir skiptu þátttakendum í þrjá hópa eftir því hvort þeir töldu sig hafa oft, sjaldan eða í meðallagi oft orðið fyrir ranglæti. Næstu ellefu ár á eftir komu upp 528 tilfelli kransæðastíflu eða hjartaáfalls hjá þeim þátttakenda sem ekki höfðu haft slík einkenni þegar rannsóknin hófst. Vísindamennirnir tóku tillit til hefðbundinna ástæðna hjartasjúkdóma, s.s. kyns, aldurs, streitu og skapgerðareinkenna. Engu að síður virtist sem ranglæti í gegnum lífið stuðlaði að hjartasjúkdómum.

Í þeim hópi sem upplifði minnsta ranglætið fengu 64 af 966 kransæðastíflu eða hjartaáfall. Í miðjuhópnum voru samsvarandi tölur 98 af 1.368 á meðan 51 af 567 fengu hjartasjúkdóma í þeim hópi sem upplifði mesta ranglætið.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 23.05.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-