-Auglýsing-

Vinir hrinda af stað fjársöfnun

Pálfríður Sigurðardóttir frá Stafholtsey í Borgarfirði hefur glímt við veikindi síðasta áratug. Í nóvember 2000 greindist hún með vírus í hjarta, þá 29 ára gömul. Við það stækkaði hjarta hennar stöðugt og afköst þess minnkuðu. Læknar sögðu henni að hún yrði þá samstundis að hætta vinnu. Pálfríður var einstæð móður með ársgamlan dreng þegar hún veiktist og róðurinn varð því þungur fjárhagslega. Engin lækning fannst við þessarri vírussýkingu og Pálfríði versnaði ár frá ári. Undir það síðasta var virkni hjartans komin niður í 15% og blóðflæði frá því aðeins 10% af því sem eðlilegt er. Pálfríði var orðið ómögulegt að sinna eigin grunnþörfum, hvað þá barni eða vinnu. Neyðin þurfti að verða algjör svo að hún kæmist að í hjartaskipti. Pálfríður var búin að vera mánuðum saman á spítala hér heima nær ósjálfbjarga og haldin ýmsum fylgikvillum sýkningarinnar þegar að hún komst loksins að í Svíþjóð í vor þar sem hún fékk nýtt hjarta.

Í þessari viku komst hún í fyrsta skipti út af gjörgæsludeild á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð eftir hjartaskiptin. Aðgerðin sjálf tókst vel en komið hefur í ljós að hægri slegill gjafahjartans virkar ekki sem skyldi. Eftir aðgerðina þyngdist Pálfríður um 13 kíló af vökva og þessu hefur fylgt gríðarlegt álag á nýru og blóðrás sem hafa leitt af sér enn önnur vandamál. Nú er ljóst að Pálfríður þarf að fá gangráð á nýja hjartað til að tryggja að það starfi eðlilega og þarf því að vera á spítalanum í Svíþjóð í mánuð í viðbót hið minnsta. Þegar allt verður afstaðið og Pálfríður má koma heim tekur við minnst eitt ár í stífri endurhæfingu.

Pálfríður lá í þrjár og hálfa viku þungt haldin á gjörgæslu. Nú er liðinn mánuður síðan hún fór í aðgerðina sjálfa og langt frá því að batinn hafi verið nægjanlega góður. Jóhanna systir Pálfríðar dvaldi hjá henni fyrstu vikurnar eftir aðgerðina en varð síðan að snúa heim til vinnu og heimilis. Pálfríður er því ein í Svíþjóð og segist kvíða því að þurfa að vera ytra ein í mánuð hið minnsta til viðbótar og ekki síður að ferðast ein heim. Fátt vill hún frekar en að fá að hafa einhvern hjá sér og hafa einhvern sem hún þekkir og treystir með sér á heimleiðinni. Sigurður sonur Pálfríðar er 11 ára og býr, á meðan hjá ömmu sinni í Staholtsey, og sækir skóla í sveitinni.

Eins og gefur að skilja af ofangreindu er Pálfríður í afar erfiðri aðstöðu fjárhagslega og verður flestar bjargir bannaðar næsta árið í það minnsta. Því er leitað til landsmanna um aðstoð. Þeir sem eru aflögufærir og hafa áhuga á að styrkja Pálfríði á þessum erfiðu tímum í hennar lífi geta lagt inn á eftirfarandi reikning:

 
Bankanúmer 0326-13-007171 og kt. 281071-5649

www.skessuhorn.is 16.09.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-