-Auglýsing-

Sumarlok

Bjssisol_3Það er fátt sem gleður mig meira í lífinu en þegar ég finn fyrir sumrinu og hlýr vindurinn leikur um vangann. Svona er mér búið að líða nánast í allt sumar enda veðrið leikið við mig hvort sem ég hef verið hér í Danaveldi eða á Íslandi. Verð þó að játa að ég fékk að finna lyktina af hvassri norðanátt og 7 stiga hita við Hrútafjörð um stund í júlí en það er löngu fyrirgefið.

Ég tók nokkuð meðvitaða ákvörðun um að taka mér gott frí frá hjartalíf.is í sumar, reyndar það fyrsta svona samfellda fríið  frá stofnun síðunnar og hefur það sést á því að uppfærslur eða skrif hafa verið færri eða stopulli en venjulega.

-Auglýsing-

Ég hef átt gott sumar og notið þess að vera með fjölskyldu og vinum Þannig að mér finnst ég hafa hafa átt góðu láni að fagna þetta sumarið.  Mér hafa fundist lífsgæði mín bæði mikil og góð eftir til þess að gera mjög erfiðan vetur.
Auðvitað er það svo að ég get kannski ekki gert allt sem mér dettur í hug eða tekið þátt í öllu sem er í boði og flesta daga er það í sjálfu sér ekkert sem ég hugsa um, svona er lífið bara.

Í sumarlok er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga svona góða daga í sumar því það er svo langt frá því að vera sjálfsagt.
Nú síðustu vikurnar hefur hugur minn hinsvegar verið hjá þeim tveim Íslendingum sem fengið hafa grætt í sig nýtt hjarta á Salhgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg á síðustu vikum. Það er ljóst að þeir einstaklingar sem um ræðir hafa fengið mikla gjöf og tækifæri til að eignast nýtt líf að njóta með sínum nánustu.

Það er umhugsunarefni hversu fáir í ísensku samfélagi hafa gengið frá þeim pappírum sem til þarf til að gerast líffæragjafi . Eðlilega er þetta eitthvað sem við kannski hugsum ekkert um í amstri dagsins en þegar við sjáum með svo áþreifanlegum hætti hvernig líffæragjöf getur bjargað mannslífum er tækifæri til að staldra við. 

Það er t.d. merkileg staðreynd að einn einstaklingur sem gefur úr sér líffærin getur bjargað allt að sex mannslífum. Þessi staðreynd ein og sér ætti að hjálpa fólki til að taka ákvörðun um líffæragjöf.

- Auglýsing-

Það er staðreynd að á hverjum degi deyr fólk vegna þess að ekki fást líffæri sem gætu bjargað lífi þess.

Það er staðreynd að á hverju degi lætur fólk lífið sem hugsanlega hefði verið hægt að nota líffæri úr ef vilji viðkomandi hefði staðið til þess eða verið kunnur.

Vegna þessa er mikilvægt að ræða þessi mál við sína nánustu þannig að vilji og viðhorf hvers og eins sé kunnur og best væri að ganga frá viðhlítandi pappírum til að taka af allan vafa.

Lífið er gjöf og líffæragjöf er lífsgjöf.

Hér fyrir neðan er tengill frá Landlækni þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar.

Líffæragjafir- taktu afstöðu

Árósum 07.09.2010

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-