-Auglýsing-

Sala á hjartalyfjum dregst saman um 9,5%

Heildarsala lyfja dróst saman um 1,2%, talið í skilgreindum dagskömmtum, á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið 2009. Þetta kemur fram í gögnum sem Lyfjastofnun hefur tekið saman og birtir á heimasíðu sinni. Kostnaður á tímabilinu jókst jafnframt um 1,2%. Sala í stærsta lyfjaflokknum, hjarta- og æðasjúkdómalyfjum, dróst saman um 9,5% á sama tímabili miðað við í fyrra. Heildarkostnaður þessa flokks, reiknaður á smásöluverði, dróst saman um tæpan fimmtung, eða 18,2%.

Í tilkynningu frá Frumtökum, hagsmunasamtökum frumlyfjaframleiðenda, segir að full ástæða sé til að kanna nánar hvað valdi samdrættinum. Hvort skýringa sé að leita í bættu heilsufari þjóðarinnar eða hvort breytt greiðsluþátttaka ríkisins hafi haft þessi áhrif. Jafnframt er spurt hvort mögulegt sé að tæp tíu prósent af þeim sem voru á hjarta- og æðasjúkdómalyfjum í fyrra, séu án lyfja í dag vegna breyttrar greiðsluþátttöku.

www.ruv.is 30.08.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-