-Auglýsing-

Vínið lengir lífið

Að drekka lítið magn af víni á hverjum degi – minna en eitt glas á dag – eykur lífslíkur karlmanna um nokkur ár. Þetta kom fram í rannsókn hollenskra rannsóknarmanna sem var kunngjörð í hófi bandarískra hjartalækna í Flórídaríki í Bandaríkjunum í kvöld.

Þeir ákváðu að fylgjast með áhrifum langtímadrykkju á heilsu og lífslíkur karlmanna. Til þess fylgdust þeir með 1.373 karlmönnum fæddum á árunum 1900 til 1920 í iðnaðarbænum Zutphen í Hollandi. Sjö rannsóknir voru gerðar á samtals 40 árum, frá árinu 1960 til ársins 2000. Mennirnir þurftu að svara spurningum um matarvenjur, drykkjuvenjur og heilsufar.

Í ljós kom að það að drekka tæplega eitt vínglas á dag gæti bætt 3,8 árum við lífslíkur miðað við þá sem ekki drekka áfengi. Talið er að það sé áfengið sjálft sem að stuðli að þessu þó svo að sumar gerðir þess, eins og rauðvín, séu betri en önnur. Þó er ekki mælt með því að drekka fleiri en tvö glös á dag, vilji menn bæta heilsu sína.

Frétt birtist á visi.is 28 febrúar 2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-