-Auglýsing-

Vínglas og hreyfing stuðla að lengra lífi

STUNDI menn hreyfingu og neyti áfengis í hófi þá lengir það lífið meira en hreyfingin gerir ein og sér. Þetta eru niðurstöður yfirgripsmikillar danskrar rannsóknar sem greint var frá í Berlingske Tidende á dögunum.

„Við vitum frá fyrri rannsóknum að hófleg neysla áfengis dregur úr líkum á hjartasjúkdómum. Við vitum líka að hreyfing hefur sömu áhrif. Það sem er nýtt í þessari rannsókn er að þar er sýnt fram á að með því að tvinna þessa tvo þætti saman dregur enn frekar úr líkum á hjartasjúkdómum,“ hefur blaðið eftir Morten Grønbæk frá Syddansk Universitet, sem var í hópnum sem stóð að rannsókninni.

Áfengi og hreyfing draga úr kólesterólmagni í líkamanum – svo framarlega sem maður heldur sig innan marka manneldisnefndar, en þau mörk gera ráð fyrir að konur geti drukkið eitt vínglas á dag en karlar tvö. „Sé áfengis hins vegar neytt í meira mæli eða vikukvótinn drukkinn allur í einu eykst hættan á fjöldanum öllum af sjúkdómum,“ segir Grønbæk.

Rannsóknin var byggð á upplýsingum sem safnað var frá 11.914 einstaklingum yfir tuttugu ára tímabil. Þátttakendur voru tvítugir og eldri er rannsóknin hófst á árabilinu 1981-83, en á rannsóknartímabilinu létust 1.200 þátttakenda úr hjartasjúkdómum en 5.900 létust af öðrum ástæðum.

Sýndi rannsóknin að 30-31% meiri líkur voru á að þeir sem ekki neyttu áfengis fengju hjartasjúkdóma væru þeir bornir saman við þá sem neyttu áfengis innan áðurgreindra marka. Með því hins vegar að hreyfa sig reglulega og neyta hollrar fæðu gátu þeir dregið úr áhættunni.

Grønbæk telur þó dönsku manneldisnefndina ekki þurfa að breyta auglýsingaherferð sinni. „Það væri peningaeyðsla að fara að segja Dönum frá kostum áfengis þegar sá hluti þeirra sem ekki neytir þess er hverfandi lítill.“

Morgunblaðið 30.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-