-Auglýsing-

Verkefnastyrkur úr Rannsóknasjóði

Í úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís í janúar hlaut Hróbjartur Darri Karlsson læknir hjá Hjartavernd tæplega fimm milljónir í verkefnastyrk fyrir rannsókn sína “Má nýta sambandið milli persónuleika D og kransæða- og hjartasjúkdóma til aðgreiningar í forspármódelum fyrir kransæða- og hjartasjúkdóma”.

Í þessari rannsókn verða skoðuð tengsl persónuleika D við hjartasjúkdóma og áhættuþætti þeirra. Rannsóknin er gerð með það fyrir augum að meta hvort líta megi á persónuleika D sem áhættuþátt í kransæðasjúkdómum og nýta í forvarnar- og meðferðarstarfi gegn hjartasjúkdómum.

Framkvæmd rannsóknarinnar er þríþætt, og fer fram meðal heilbrigðs fólks, fólks í aukinni áhættu á þróun hjartasjúkdóma vegna sykursýki, og meðal hjartasjúklinga á Landspítalanum.
Vísindalegt gildi rannsóknarinnar liggur í aukinni þekkingu á áhættuþáttum hjartasjúkdóma sem gæti leitt af sér betri og skilvirkari forvarnir og betri meðferðarárangur.

Með þessari rannsókn fæst yfirsýn yfir þræðingasjúklinga heillar þjóðar sem gerir rannsóknina einstaka. Niðurstöðurnar munu sömuleiðis leiða í ljós hugsanlegt nýtt verkfæri í baráttunni við hjartasjúkdóma, eina algengustu dánarorsök í heiminum í dag.

www.hjarta.is 29.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-