-Auglýsing-

Vilja tryggja rými Landspítalans

„Með samningnum verður álagið á heilbrigðisstofnunum jafnað,” segir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, um samning fimm sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana á suðvesturhorninu sem gerður var í gær.

Samningurinn felur í sér að verkefni verða færð frá Landspítalanum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Sjúkrahússins á Akranesi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, St. Jósefsspítala og Sólvangs í Hafnarfirði og er vonast til þess að hann verði til þess að tryggja rými bráðaþjónustu Landspítalans.

Þá er markmiðið einnig að stuðla að betri nýtingu fagþekkingar á öllum stofnunum, að heilbrigðisþjónusta verði veitt frekar í heimabyggð og að rafræn samskipti milli heilbrigðisstofnana aukist. Segist Magnús vonast sérstaklega til þess að verulega dragi úr svokölluðum gangainnlögnum, sem starfsfólk Landspítalans hefur ítrekað þurft að grípa til vegna skorts á rýmum. Með eflingu á starfi annarra sjúkrastofnana verður hægt að nýta rými þar betur og draga þar með úr álagi á Landspítala.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra bendir þá á að samkomulagið geri ráð fyrir að þjónusta stofnana verði efld verulega en á Akranesi verður til að mynda gert ráð fyrir að rúmlega 100 nýir sjúklingar bætist þar við árlega.

Fréttablaðið 22.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-