-Auglýsing-

Vilja síður þiggja líffæri úr morðingja

Nýleg rannsókn sýnir að fólk virðist hafa óbeit á hugmyndinni að þiggja líffæri úr morðingjum. Þátttakendum rannsóknarinnar var gert að ímynda sér að þeir væru lífshættulega veikir. Þeim voru sýndar myndir af manneskjum og áttu að segja til um hversu viljugir þeir væru að þiggja líffæri frá viðkomandi.

Flestir reyndust viljugri að þiggja líffæri úr manneskju sem sagt var að hefði sýnt góða siðferðislega hegðun í lífinu, viðbrögðin voru neikvæðust þegar viðkomandi var sagður morðingi. Könnunin, sem framkvæmd var við háskólann í Bristol í Bretlandi, var framhald af könnun sem leiddi í ljós að einn þriðji líffæraþega hélt sig hafa fengið hluta af persónuleika líffæragjafans með líffærinu.

Prófessor Bruce Hood, sem framkvæmdi kannanirnar, segist hafa rætt við sjúklinga er telja sig hafa fundið fyrir sambandi við líffæragjafana og jafnvel fundið fyrir minningum þeirra og lífsreynslu.

www.mbl.is 06.06.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-