-Auglýsing-

Ríkisaðgerð hættuleg heilsu manna

Haukur Ingason, apótekari í Reykjavík, segir að heilsu þeirra sem hafa of háa blóðfitu sé stefnt í hættu eftir að ríkið ákvað að hætta að niðurgreiða ráðlagðan lyfjaskammt handa sjúklingum í þessum hópi.

Ríkið hætti í mars niðurgreiðslum á nokkrum magalyfjum og blóðfitulækkandi lyfjum. Þeir sem hafa notað lyfin þurfa því annað hvort að greiða tugi þúsunda fyrir þau eða nota ódýrari og eldri gerðir lyfja, sem ekki eru samheitalyf. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða nú aðeins veikustu skammtana af blóðfitulækkandi lyfinu Simvastatin eða 10-20 milligramma skammta.

Haukur  segir þetta mjög undarlegt því byrjunarskammtur af Simvastatin eigi að vera 40 mg. Því sé verið að hvetja til undirmeðhöndlunar við blóðfitu.

Haukur vísar til leiðbeininga bresku stofnunarinnar NICE – en landlæknisembættið hér á landi mælir sérstaklega með stofnuninni. Til að sækja um niðurgreiðslu á sterkari lyfjaskammti þurfa sjúklingar að fara til sérfræðings og biðja hann að sækja um nýtt lyfjaskírteini.  Haukur segir að gallinn sé sá samkvæmt vinnureglum Sjúkratrygginga eigi fólk ekki rétt á skírteininu nema það hafi verið ákveðið lengi á 10-20 mg. Dugi sá skammtur ekki til geti það fengið skírteini.

Haukur segir að það geti verið sjúklingum hættulegt að vera á of litlum lyfjaskammti.  Hætt sé við að fólk fái kransæðastíflu eða heilablóðfall.

www.ruv.is 11.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-