-Auglýsing-

Veitingastaðir rífast um einkarétt á hjartaáfallsþema

Tveir bandarískir veitingastaðir berjast nú innan ramma dóms og laga yfir einkarétti á „hjartaáfalls-þema“ á veitingastöðum sínum. Þannig hafa yfirmenn Hjartaáfalls-grillsins (e. Heart Attack Grill) kallað til lögmenn því þeir segja veitingastaðinn Hjartastopp-sportgrillið (e. Heart Stop Sport Grill) hafa stolið hugmyndinni. Á síðarnefnda staðnum er m.a. hægt að fá keypta fjórfaldan, dauða-borgara.

Á báðum stöðunum eru réttir matseðila yfirfullir af kaloríum sem eru sagðar valdar hjartaáföllum. Viðskiptavinir eru kallaðir „sjúklingar“ og þernur og starfsfólk hleypur um staðinn í hjúkrunar- og læknabúningum og gefur þeim sem heimsækja staðinn uppáskrifuð lyf í formi matar. Inni á stöðunum má síðan finna sjúkrakassa til þess að bregðast við ef maturinn fer illa í gesti.

Forráðamenn Hjarta-áfalls grillsins segja þá sem stýra Hjartastopp-sportgrillinu stunda hugmyndaþjófnað í þeim tilgangi að ræna viðskiptavinum.

www.pressan.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-