-Auglýsing-

Vangaveltur um mistök

Mér þótti afar athyglivert að hlusta á Landlækni þar sem hann lýsti rannsókn sem fyrirhugað er að framkvæma hér á landi um mistök á sjúkrahúsum í Kastljósi í gækvöldi.
Það er tími til kominn að umræðan um þetta opnist og það verði viðurkennt að mistök eiga sér stað hér á landi eins og annarstaðar. Það er jú þannig að hingað til hafa þeir aðilar sem hlut eiga að máli barist hatrammlega með öllum tiltækum ráðum gegn þeim sem að hafa talað um að hafa lent í mistökum.

Stundum er jafnvel látið í það skína að þolandin sé í besta falli nöldurgjarn en jafnvel sé líklegra að viðkomandi hafi ekki vit á því sem um er að ræða þ.e. því hvernig sjúkdómar eru greindir eða meðhöndlaðir og eigi þar af leiðandi ekki að hafa skoðun á því.

-Auglýsing-

Er það ekki annars merkilegt hvað við heyrum oft af fólki sem að hefur farið til læknis jafnvel oftar en einu sinni og verið sent heim. Viðkomandi hefur í sumum tilfellum verið svo heppin/n að vera þrjóskur og farið annað og þá hefur kannski komið eitthvað töluvert alvarlegt í ljós.

Í mínum huga er alveg ljóst að sumar þessar mistakasögur eru tröllasögur en því miður þá eru allt of margar svona sögur dagsannar. Mér finnst það vera mikið umhugsunarefni hvort um sé að ræða virðingarleysi gagnvart sjúklingum í því annars ágæta þjóðfélagi sem við lifum í þ.e. tilhneiging til að taka ekki mark á fólki.
Alltof oft heyri ég líka dæmi um fólk sem standa þarf í málaferlum við sjúkrastofnanir og lækna vegna ágreinings sem upp rís um hvort mistök hafi átt sér stað eður ei, það er miður.

Sannleikurinn er sá að að mistök eru gerð og sjálfsagt er óhjákvæmilegt að þau eigi sér stað. Það eru hinsvegar grundvallarmannréttindi hins almenna borgara að þegar mistök verða séu þau viðurkennd og reynt eftir fremsta megni að bæta fyrir þau til að létta hlutaðeigandi lífið. Það er hinsvegar eitthvað bogið við kerfi sem virkar á þann hátt að mistök eigi sér ekki stað nema að dómstólar kveði upp úrskurði um annað. Í mínum bókum eru það undarleg mannréttindi.

Sjálfur þekki ég þetta af eigin raun og það hefur verið merkilegt að eiga við alla þá aðila og álitsgjafa sem hafa orðið á leið minni inn í réttarsalina.  Það má þó segja að mikil réttarbót hafi átt sér stað þegar lögin um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001. Þó má gagnrýna það að hámarksbætur séu aðeins um 5,5 milljónir króna burtséð frá tjóninu og skaðanum sem mistökin eða óhappið leiddi af sér.

- Auglýsing-

08.01.2007 

Björn

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-