-Auglýsing-

Hrós til TR

Ég var að skoða nýuppfærða heimasíðu Tryggingastofnunar, tr.is og ég verð að hrósa þeim fyrir síðuna. Síðan er skýr og það er auðvelt að átta sig á því hvert maður á að fara þ.e. ef maður veit hverju maður er að leita að.
 
Tryggingastofnun hefur átt undir högg að sækja í umræðuninni og oft á tíðum verið afar neikvæð umræða um stofnunia og starfsfólk hennar.

Að sumu leiti geta þeir sjálfum sér um kennt en töluverður klaufagangur einkenndi margt sem kom frá stofnunni í kynningum og fleira. Jafnvel þó stofnunin hafi oft að tíðum “bara” verið að fara eftir tilskipunum stjórnvalda þá þarf að vanda sig þegar breytingar eru bornar á borð.

Ég verð hinsvegar að segja það að á síðustu mánuðum finnst mér hafa orðið breyting þar á og þau samskipti sem að ég hef þurft að hafa við Tryggingastofnun síðasta árið verið afar góð og starfsfólk viðmótsþýtt.
Það hefur þó komið fyrir í eitt og eitt skipti að ég hafi hitt á neikvætt viðmót en yfirleitt hefur það breyst snögglega ef ég er jákvæður það er jú leyfilegt að eiga misjafna daga jafnvel í Tryggingastofnun.
 
Ég get ekki ímyndað mér annað en að markvisst hafi verið unnið að því að breyta ímynd stofnunarinnar, viðhorfum og framkomu starfsmanna og mér finnst það hafa tekist þokkalega vel.
Við verðum líka að hafa í huga að stofnunin er stór og sjálfsagt gríðarlega mikið átak sem þarf að eiga sér stað til að breyta yfirbragði hennar. Slíkar breytingar geta farið misjafnlega í starfsmenn en þeir ráða miklu um það hvernig viðhorf almennings er til stofnunarinnar.
Sem sagt Tryggingastofnun og starfsfólk hennar á hrós skilið, viðmótsþýðari, ferskari og notendavænni stofnun er góð byrjun á nýju ári.

Bjössi

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-