-Auglýsing-

Væri steindauður ef ekki væri fyrir nýjustu tækni læknavísindanna

Gunnar BirgissonGunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, er aftur kominn á ról eftir aðgerð á Landspítala en hann fékk vírus sem lagðist á hjartað í vor.

„Í gegnum tíðina hef ég haft þetta vandamál með háþrýstinginn sem tengist genetískri arfleið minni og holdarfari en ég hef tekið ábyrgð á því að undanförnu svo það hefur ekki háð mér. Í vor gerist það að ég fæ flensu sem verður það svakaleg að ég fæ lungnabólgu upp úr henni. Ég er þá myndaður í bak og fyrir og fæ pensilin sem ég gleypi samviskusamlega – en ég lagast ekkert. Ég verð alltaf móður og uppgefinn. Þá er tekin sneiðmynd og kemur í ljós að lungun eru hálf full af vatni.“

-Þú hefur þá verið alvarlega veikur og í hættu staddur?

„Ef læknavísindin væru ekki eins og þau eru orðin í dag þá væri ég sjálfsagt steindauður. En það kom semsagt í ljós að vírus lagðist á hjartað sem sló þá ekki rétt. Vökvi varð eftir í lungunum þannig að ég fékk andnauð og leið alveg djöfullega. Ég fór í hjartaþræðingu og það var allt hreint. Allar kólesteróltölur úr blóðsýnum litu mjög vel út. Vandamálið var bara þetta vatn í lungunum.“

-Hvað var þá gert?

„Það þurfti að hreinsa vatnið úr lungunum og setja í mig svokallaðann Bjargráð sem sér til þess að hjartað slái alltaf í takt. Þetta er alveg ótrúleg tækni. Síðan eru lyfin orðin það góð með þessu að ég er orðinn fær í flestan sjó.“

- Auglýsing-

-Og hvernig líður þér núna?

„Ég er miklu hressari og mig langar að halda aftur upp á fertugsafmælið. Hjartað í mér slær eins og Rolls Royce Turbo. Andstæðingar mínir í pólitík mega fara að vara sig því ég er orðinn miklu verri viðureignar en nokkurn tímann fyrr,“ segir Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, sem vill koma á framfæri hlýrri kveðju til alls starfsfólks Landspítalans – sérstaklega þeirra sem eru á deild 14E fyrir mikla nærgætni, fagmennsku og alúð.

Af vef Kópavogsfrétta kfrettir.is

Mynd af vef Alþingis

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-