-Auglýsing-

Mikilvægi hjartaþræðinga

HjartaþræðingDavíð O. Arnar, yfirlæknir Hjartagáttar Landspítala, skrifar um mikilvægi hjartaþræðingar í meðferð bráðrar kransæðastíflu.

Það hefur mikið verið rætt um bágborinn tækjakost Landspítalans á undanförnum mánuðum. Hjartaþræðingarstofan er þar ekki undanskilin. Elsta þræðingartækið er orðið 16 ára gamalt og komið langt fram yfir það sem getur talist eðlilegur endingartími. Því hefur reyndar verið vel við haldið en það er orðið gríðarlega aðkallandi að fá nýtt tæki. Því eldri sem tækin eru því minni verða myndgæði og viðhaldsdagar fleiri.

-Auglýsing-

Það er eitt af allra brýnustu verkefnum sjúkrahússins í tækjakaupamálum að fá nýtt hjartaþræðingartæki. Slíkt tæki er þó frekar dýrt og kostar um 160 milljónir króna. Eins og flestum er kunnugt hefur fé til tækjakaupa á sjúkrahúsinu verið af mjög skornum skammti og oftar en ekki höfum við þurft að reiða okkur á gjafafé þegar kaupa á ný mikilvæg tæki. Stuðningur einkasjóða, eins og sjóðs Jónínu heitinnar Gísladóttur, hefur verið mjög mikilvægur í þessu tilliti. Sömuleiðis höfum við notið velvilja sjúklingasamtaka, eins og Hjartaheilla og svo ýmissa félagasamtaka.

Brjóstverkir eru algeng komuástæða á bráðamóttökur Landspítala. Þó mismunagreining brjóstverks sé fjölbreytt er hann í mörgum tilfellum vegna bráðs kransæðasjúkdóms. Bráðum kransæðasjúkdómi er skipt í þrjá flokka eftir birtingarmynd, útliti hjartalínurits og niðurstöðum blóðprufa, sér í lagi svokallaðra hjartaensíma.

Þessi skipting er mikilvæg þar sem bráðleiki vandamálsins og upphafsmeðferð er talsvert breytileg eftir flokkunum.

Við bráða kransæðastíflu er lagt ofurkapp á að opna hina lokuðu æð sem allra fyrst. Stigvaxandi framfarir hafa orðið í meðferð á bráðum kransæðasjúkdómum á síðustu tveimur áratugum og hafa þær ekki síst átt sér stað í ítarlegri skoðun og inngripum sem unnt er að gera á kransæðum með hjartaþræðingartækni. Þar ber kannski hæst möguleika á greiningu á alvarlegum kransæðasjúkdómi og svo víkkun kransæðaþrengsla gjarnan með ísetningu á svokölluðu stoðneti á þrengslasvæðinu.

- Auglýsing-

Við bráða kransæðastíflu er tafarlaus kransæðaþræðing með víkkun á lokuðu æðinni nú kjörmeðferðin.

Með kransæðavíkkun opnast æðin í yfir 90% tilfella en með lyfjameðferð í milli 50 og 60% tilfella. Vakt er haldið út á hjartaþræðingarstofunni alla daga, allan ársins hring, og meðaltími frá því að einstaklingur kemur inn á sjúkrahúsið með bráða kransæðastíflu þar til að hann er kominn í hjartaþræðingu er að meðaltali rúmlega 40 mínútur. Þessi nálgun hefur leitt til lækkunar á þrjátíu daga dánartíðni eftir kransæðastíflu úr rúmlega 11% um aldamótin í 4-5% á síðustu 2-3 árum. Þessi dánartíðni er nú með því lægsta sem þekkist á heimsvísu.

Nú fer fram mikið átak af hálfu Hjartaheilla og Neistans við að styðja okkur við kaup á nýju hjartaþræðingartæki. Vil ég hvetja landsmenn til að taka vel í þeirra beiðni. Verkefnið að þessu sinni er mjög brýnt.

Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.

Tengt efni:

Styrkjum hjartaþræðina 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-