-Auglýsing-

Fimm hollar og fituríkar matvörur

OlíurÞað er ekki langt síðan að fita var helsti óvinur okkar í mataræðinu og mikið af fitusnauðum vörum markaðssett. Oftar en ekki var bætt í þær sykri til að bæta upp fituskerðinguna.

Sem betur fer hefur orðið vakning hvað varðar óhollustu viðbætts sykurs í matvælum og við vitum að fita er okkur nauðsynleg fyrir eðilega starfssemi frumanna í líkamanum m.a. hjarta- og æðakerfis, húðar, augna og hormónakerfis. Auk þess fáum við fituleysanleg vítamín úr fitu í fæðunni.

Hafa verður í huga að fita er mjög orkurík eða 9 hitaeiningar (kkal) í hverju grammi (4 kkal/g í kolvetnum og próteinum), því verður að gæta þess að neyta ekki of mikils af henni til að fitna ekki, sérlega ef fólk hreyfir sig lítið.

Hér fyrir neðan eru fimm matvörur sem eru virkilega góður kostur ef maður vill njóta næringar- og fituríkra matvara:

Hörfræ

Hörfræ eru mjög trefjarík, rík af omega -3 fitusýrum og innihalda nauðsynleg andoxunarefni. Auk þess innihalda þau B-vítamín, kalíum, magnesíum og sink. Til þess að líkaminn geti nýtt næringuna úr hörfræjum er best að mylja þau eða láta þau liggja í bleyti áður en þeirra er neytt.

- Auglýsing-

Frábært er að neyta hörfræja með morgunmatnum s.s. út á hafragrautinn eða í AB-mjólkina, í brauðið eða sem snakk.

Lýsi

Helstu ástæður þess að lýsi er svo næringarríkt eru þær að það inniheldur þónokkuð magn af omega -3 fitusýrunum DHA og EPA, sem m.a. hafa sýnt sig vera verndandi gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum, hindra bólgur og vinna gegna Alzheimers sjúkdómnum.

Auk þess er lýsi mjög auðugt af D-vítamíni sem er nauðsynlegt fyrir eðlilega hormónastarfssemi og beinvöxt.

Hér á Íslandi er lýsi eða annar D-vítamíngjafi mjög mikilvægur þar sem við fáum lítið af D-vítamíni frá sólu.

Hampfræ eða olía

Hampfræ eða olía er með öllum nauðsynlegu amínósýrunum og er rík af omega-3 og omega- 6 fitusýrum. Hlutfallið af omega-3 og -6 í hampfræolíu er 1:3 og er það hlutfall talið hvað ákjósanlegast fyrir heilbrigðan líkama.

Hampfræolía inniheldur um 20 sinnum meira af omega -3 fitusýrum en ólífuolía. Ein teskeið af hampfræolíu inniheldur um 94% af ráðlögðum dagsskammti af omega-3 fitusýrum.

- Auglýsing -

Lárpera (avókadó)

Avókadó er ein af fáum plöntuafurðum sem innihalda fitu og er það ríkt af einómettuðum fitusýrum. Það eru um 22 g af fitu í meðalstóru avókadó. Auk þess er það mjög næringarríkt m.a. af trefjum, kalíum, E-vítamíni og B-vítamínum.

Avókadó er með mjög þykkt hýði og er því mjög öruggur ávöxtur því skordýr eða eitur nær sjaldan að aldinkjötinu.

Valhnetur

Valhnetur eru ekki einungis mjög bragðgóðar heldur einnig einstaklega ríkar af omega-3 fitusýrum. Auk þess eru valhnetur próteinríkar og innihalda þónokkuð magn af E-vítamíni.

Frábært er að nota valhnetur sem snakk yfir daginn þegar hugrið sækir að. Þó verður að gæta að því að skammta sér þær t.d. 5-10 stykki, því þæru eru mjög orkuríkar. Einnig er gott að nota valhnetur í salöt eða bakstur.

Pistillin er af vef Náttúrulækningafélagsins nlfi.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-