-Auglýsing-

Útilokað að fylla skörð læknanna

UppskurðurÞað berast alvarleg tíðindir fyrir hjartafólk af Landspítalanum þennan morguninn, en hjarta og brjósholsskurðlækningateymi spítalans er í uppnámi eftir því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

Tveir af fimm læknum úr hjarta- og brjóstholsskurðlækningateymi Landspítalans sögðu upp störfum í sumar vegna óánægju með starfsaðstöðu og kjör.

-Auglýsing-

Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga, staðfestir að þessi staða hafi komið upp í sumar. “En þeir ætla að leggja okkur áfram lið í þessum hremmingum sem við erum að fara í gegnum þessa dagana.”

Spurður hvort raunveruleg hætta sé á því að teymið liðist í sundur svarar Bjarni að “eins og er” hafi læknarnir orðið við beiðni um að halda áfram störfum.

Heimildir Fréttablaðsins herma að hér gæti skapast ófremdarástand liðist teymið í sundur, en það stendur á milli þess að senda þurfi sjúklinga í stórum stíl erlendis til lækninga með gríðarlegum tilkostnaði.

Þá má áætla að hver aðgerð yrði þrisvar sinnum dýrari, og er þá hvorki talinn ferðakostnaður né heldur óþægindi sjúklings og aðstandenda.

- Auglýsing-

Ef starfsemin legðist niður er ekki sjálfgefið að hægt væri að ná slíku teymi saman að nýju, því allir læknarnir búa yfir mikilli sérþekkingu. Að baki eiga þeir margra ára grunnnám og langt sérnám auk þess sem nauðsynlegt er að afla sér þjálfunar og reynslu erlendis í allt að áratug til að uppfylla þær kröfur sem starfið krefst.

Ófremdarástand

“Við erum líka orðin langeyg eftir því að heyra eitthvað annað en að við séum að eyða peningum,” segir Bjarni. “Við heyrum aldrei neitt jákvætt um það sem við erum að gera. Við heyrum aldrei neitt um það sem við erum að framleiða. Við framleiðum lífsgæðaár, það er okkar afurð. Í því felst bæði að bæta líðan og lengja líf fólks. Það er það sem okkar starf gengur út á,” segir Bjarni sem bætir við að heilsu

hagfræðin hafi verkfæri til að sýna fram á það svart á hvítu hvað græðist í krónum og aurum, ef það sé sá mælikvarði sem menn vilja nota. “Það eru gríðarlegar upphæðir í þessu fólgnar. En það er bara enginn sem talar okkar máli í þessu, og þar með máli sjúklinganna.

Hér vísar Bjarni til mælikvarða um hvert áunnið “lífsgæðaár” (Qualityadjusted life year-QUALY). Síðan 1986 hafa verið gerðar þúsundir hjartaskurðaðgerða á Landspítalanum, en þessi mælikvarði hefur verið notaður til að meta hvort reynist hagkvæmt að hefja meðferð.

“En þessi aðferð til að meta árangur, og í tilfelli hjartaskurðlækningateymisins hleypur hann á milljörðum, er framandi fyrir fólk af því að henni er ekki haldið á lofti. Til þess eru menn of uppteknir af eyðslunni í heilbrigðiskerfinu en ekki framleiðslu lífsgæðaára,” segir Bjarni. “Þeir sem koma að hjartaskurðlækningum á Íslandi eru ekki að sóa fé.”

Líf og dauði

Spurður hvort biðlistar á Landspítalanum hafi lengst þar sem skurðteymið er bara á hálfum afköstum segir hann svo vera og langur biðlisti sé líka eftir hjartaþræðingu; sjúkdómsgreiningunni. “Í þeim hópi er fjöldi manns sem þarf eflaust að fara í hjartaskurðaðgerð að lokinni sjúkdómsgreiningu. Ákveðin prósenta þess hóps á engan möguleika á að ná heilsu öðruvísi en í gegnum opna hjartaskurðaðgerð. Svipaða sögu er einnig að segja um biðlista eftir aðgerðum þar sem ekki er um lífið að tefla, þeir lengjast stöðugt,” segir Bjarni.

- Auglýsing -

Lesa má nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-