fbpx
-Auglýsing-

Uppskrift: Kjúklingalæri Adodo

kjuklingalaeri-adodo-4-april-2014Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er hér með helgaruppskrift af dásemdarinnar kjúklingalærum Adodo.

Einnig minni ég á uppskriftavef Holta hér til hliðar á síðunni þar sem allir geta fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi fyrir helgina.

Fyrir 4

  • 2 msk. olía
     
  • 8 kjúklingalæri
     
  • 4 laukar, skornir í sneiðar
     
  • 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
     
  • 3 lárviðarlauf
     
  • ½ dl eplaedik
     
  • 1 dl sojasósa
     
  • 1½ dl kjúklingasoð eða vatn og kraftur
     
  • Salt og nýmalaður pipar
     
  • 1-2 msk. hlynsíróp (maple), má sleppa

Hitið olíuna í vokpönnu eða stórum potti og steikið lærin í 2 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar. Takið þá lærin af pönnunni og steikið laukinn og hvítlaukinn í 2 mínútur. Leggið þá lærin ofan á laukinn og bætið lárviðarlaufum á pönnuna. Þá er eplaediki, sojasósu og soði bætt á pönnuna og soðið með loki við vægan hita í 20 mínútur. Takið þá lokið af og sjóðið í 3-4 mínútur eða þar til nánast allur vökvinn er soðinn niður. Ef þið viljið hafa réttinn sætari þá er sírópinu bætt saman við. Berið fram með hrísgrjónum og brauði.

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-