-Auglýsing-

Morgunmatur getur skipt máli fyrir heilsuna seinna meir

MorgunverðurÞað er eins gott að huga vel að morgunmatnum og borða vel á morgnanna. Þá sérstaklega yngri kynslóðin þar sem gæði morgunmatar á unglingsárum getur haft áhrif á heilsuna í seinna á lífsleiðinni.

Samkvæmt nýrri rannsókn þá getur það að borða snauðan morgunmat á unglinsárunum valdið langvarandi heilsuskaða allt að þremur áratugum síðar.

Sænskir vísindamenn komust að því að fólk sem borðaði snauðan morgunmat á unglingsárunum voru með fleiri einkenni efnaskiptakvilla 27 árum seinna heldur en þeir sem borðuðu staðgóðan morgunmat á unglingsárunum.

Efnaskiptakvilli er fræðiheitið yfir sambland af sykursýki, offitu og háum blóðþrýsting, og getur valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.

Árið 1981 báðu rannsakendur við Háskólann í Umee í Svíþjóð nemendur í skólum í borginni Lulea að svara spurningum um það hvað þeir borðuðu í morgunmat. Svarendur voru síðan beðnir um að koma aftur árið 2008 til að fara í heilsuskoðun, 27 árum seinna. Rannsakendur voru sérstaklega að leita að einkennum efnaskiptakvilla og tengdum sjúkdómum.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að fólkið sem borðaði ekki morgunmat, eða borðaði lélegan morgunmat á unglinsárunum voru 68 prósent líklegri til að vera með efnaskiptakvillu miðað við þá sem höfðu borðað staðgóðan morgunmat.

- Auglýsing-

Rannsakendur skoðuðu líka félags- og hagfræðilega þætti og lífstílsvenjur hjá unglingunum árið 1981 en niðurstaða þeirra var sú að morgunmatur var stærsti áhrifaþátturinn á efnaskiptakvilla.

Offita, sérstaklega mikil kviðfita, og sykursýki, voru þeir þættir sem höfðu hvað mest tengsl við lélegan morgunmat á unglinsárum.

„Frekari rannsókna er þörf til að við getum skilið ferlið sem hefur með þessi tengsl milli lélegs morgunmatar og efnaskiptakvilla að gera. En niðurstöður okkar, sem og fyrri rannsókna, benda til þess að snauður morgunmatur geti haft neikvæð áhrif á stjórnun blóðsykurs“ segir Maria Wennberg, yfirrannsakandi í rannsókninni.

Þessi rannsókn styður niðurstöður fyrri rannsóknar sem gerð var í Háskólanum í Tel Aviv en sú rannsókn komst að því að það að borða fleiri kaloríur á morgnanna frekar en seinna yfir daginn gæti minnkað hættuna á sykursýki og offitu.

Ísraelsk rannsókn sýndi að það að borða morgunmat geti einnig hjálpað fólki að léttast. Í þeirri rannsókn léttust þeir sem borðuðu stóran morgunmat en minni hádegismat og kvöldmat um allt að 8,6 kg. Þeir sem innbyrgðu fleiri kaloría seinni part dags miðað við fyrri part dags léttust um 3,2 kg.

Þýtt og endursagt af Daily Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-