-Auglýsing-

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir áhættuhópa vegna COVID-19

Kórónaveira. Mynd: Shutterstock

Á blaðamannafundi þríeykisins í dag 6. mai voru kynntar nýjar leiðbeiningar fyrir áhættuhópa með undirliggjandi sjúkdóma varðandi COVID-19. Fyrir okkur hjartafólk er rétt að minna sérstaklega á þá sem eru með háþrýsting, kransæðajúkdóm og hjartabilun.

Við mælum með því að fólk kynni sér efnið vel og hafi fjölskylduna með í ráðum svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvort hægt sé  að hitta ættingja og vini. Lögð er áhersla að fólk fari sér hægt en í rólegheitunum sé mögulegt að bæta við einum og einum í nánasta kjarna og rjúfa þar með langþráða einangrun sem margir hafa búið við. Lögð er mikil áherlsa á handþvott, sprittun og tvo metrana.

Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem fram koma í leiðbeiningunum.

  • Margir í áhættuhópum hafa haldið sig mjög til hlés frá upphafi faraldurs og í raun verið í svokallaðri verndarsóttkví.
  • Ljóst er að kúfur faraldursins hefur gengið niður og að samfélagslegt smit virðist lítið.
  • Einstaklingum í áhættuhópum er bent á að vera í sambandi við heimilislækni eða sérfræðilækni til að meta eigin áhættu.
  • Þeir sem tilheyra áhættuhópum ættu áfram að sýna mikla varkárni en um leið að byrja að íhuga tilslakanir varðandi samneyti við annað fólk.
  • Ráðlagt er að stíga skrefin varlega næstu 2 vikurnar og sjá hver þróun mála verður í samfélaginu.
  • Einstaklingum er bent á að viðhafa áfram smitvarnir sem felast í tíðum og góðum handþvotti/handsprittun, viðhafa 2 metra nándartakmörk og forðast fjölmenni.
  • Þeim sem umgangast einstaklinga í áhættuhópum er bent á sömu reglur og áhersla er á að þeir haldi sig fjarri þeim ef þeir hafa kvef eða önnur einkenni sem gætu samrýmst COVID-19.

Nánari umfjöllun, m.a. um einstaka áhættuhópa er að finna á slóðinni hér fyrir neðan.

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir áhættuhópa vegna COVID-19

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-