-Auglýsing-

Covid-19 á undanhaldi en hugum að andlegri líðan

Myndsímtöl er frábær leið til að halda góðum tengslum og hlæja saman.

Þá er páskahelgin að baki og búið að leggja línurnar fyrir þjóðina næstu vikurnar. Það er afar gleðilegt að kórónufaraldurinn virðist á öruggu undanhaldi þó full snemmt sé að fagna sigri. Framundan eru þrjár strembnar vikur þangað til hafist verður handa við að opna samfélagið að nýju. Eins og komið hefur fram verður þetta gert í nokkrum skrefum en það er gleðilegt að sjá að hlutirnir stefna til betri vegar eins og staðan er í dag.

Það er ljóst að það eru krefjandi tímar framundan og við sem tilheyrum flokki fólks í áhættuhóp þurfum að halda vöku okkar og fara varlega. Sú staðreynd að smit úti í þjóðfélaginu sé ekki mikið er afar gleðilegt en lítið má út af bregða eins og komið hefur fram hjá Sóttvarnarlækni.

-Auglýsing-

Næstu þrjár vikur skipta miklu máli og mikilvægt að halda vöku sinni og passa upp á handþvotta og sprittun. Það er líklegt að margir hafi nú tileinkað sér heimsendingu í gegnum netverslanir en það er frábær leið til að létta lífið og þjónustan er frábær. Fjölmargir hafa tekið tæknina í sína þágu með myndsímtölum sem er góð og skemmtileg leið til að halda góðum tengslum við ættingja og vini en ekkert kemur þó í staðinn fyrir mannlega nánd og gott faðmlag.

Næstu vikur koma til með að reyna mikið á andlegan styrk og engin vafi á því að margir eiga erfitt með að hafa ekki getað sinnt ástvinum sem skildi á síðustu vikum.  En það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur því þó svo að faraldurinn sé á niðurleið erum við síður en svo komin á auðan sjó.

Hér fyrir neðan eru nokkur ráð af Covid.is um áhyggjur.

Hvernig get ég brugðist við áhyggjum?

Í núverandi ástandi er eðlilegt að hafa áhyggjur, en ef áhyggjur eru orðnar óhóflegar og farnar að stjórna lífi fólks – t.d. ef þær valda kvíða eða svefnvanda, er mikilvægt að leita leiða til að bæta líðan og takmarka þann tíma sem fer í áhyggjur.

- Auglýsing-
  • Jafnvægi í daglegu lífi. Sálfræðingar líta á vellíðan sem samspil athafna sem veita ánægju og nánd og gefa fólki þá upplifun að það hafi áorkað einhverju. Mælt er með því að fólk sé í samskiptum en nú gæti þurft að beita nýstárlegum aðferðum til þess að halda nægjanlegri fjarlægð í samskiptum, til dæmis með myndsamtali og annarskonar netsamskiptum.
  • Snúast áhyggjurnar um raunveruleg vandamál eða möguleg vandamál? Ef við erum með áhyggjur af mörgum mögulegum vandamálum er mikilvægt að við minnum okkur á að hugurinn er upptekinn af vandamálum sem við höfum ekki tök á að leysa núna. Í framhaldinu er hjálplegt að finna leiðir til að sleppa áhyggjunum og einbeita sér að öðru.
  • Æfingar í að fresta áhyggjum. Áhyggjur geta verið ágengar og valdið því að fólki finnist nauðsynlegt að bregðast strax við. Með því að æfa sig í að fresta áhyggjum af mögulegum vandamálum fær fólk gjarnan annað sjónarhorn og upplifun af áhyggjum sínum. Í framkvæmd snýst þetta um að taka daglega frá tíma (t.d. 30 mínútur seinnipart dags) til þess að hugsa um áhyggjurnar og jafnframt að sleppa og fresta áhyggjum á öðrum tímum sólarhringsins.
  • Sjálfstal sem einkennist af samkennd. Áhyggjur beinast gjarnan að fólki sem okkur þykir vænt um. Eitt af helstu verkfærum hugrænnar atferlismeðferðar er að skrifa niður hugsanir sem eru neikvæðar, valda kvíða eða öðru uppnámi og að finna svör við þeim.
  • Núvitund. Að læra núvitund og stunda slíkar æfingar getur hjálpað fólki að sleppa áhyggjum og að draga athyglina að líðandi stund. Full athygli að önduninni eða umhverfishljóðum getur verið hjálplegt “akkeri” til þess að beina athyglinni að núinu og að sleppa áhyggjum.

Hér fyrir neðan er svo tengill á Covid.is þar sem fjallað er nánar um andlega líðan og hvert við getum leitað ef þörf er á.

https://www.covid.is/undirflokkar/lidan-okkar

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-