-Auglýsing-

Ný tækni í kransæðamyndatöku hjá Röntgen Domus

Myndræn framsetning á ástandi kransæða.

Á undnaförnum árum hafa orðið gríðarlegar framfarir í myndgreiningartækni og nú hefur spennandi nýjung rutt sér til rúms á sviði kransæðamyndatöku með tölvusneiðmyndun. Með þessari nýju tækni er unnt að fá upplýsingar um blóðflæðið í kransæðunum auk þess að sjá útlit æðanna og hugsanlegar kalkanir, veggbreytingar og þrengingar. Til að fá slíkar upplýsingar um blóðflæðið hefur hingað til þurft hjartaþræðingu og sérstaka blóðflæðismælingu að auki.

Það er Röntgen í Domus sem býður upp á þessa byltingarkenndu nýjung á sviði kransæðamyndatöku í samstarfi  við Heartflow í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að gera slíkar rannsóknir með sérstökum hugbúnaði sem fyrirtækið hefur þróað. Tæknin endurmetur hefðbundna skuggaefnis-tölvusneiðmynd af kransæðum og fær niðurstöður sem hingað til hefur aðeins verið hægt að fá mað því að fara með þrýstingsnema á kransæðavír út í kransæðina í hjartaþræðingu.

Bylting í kransæðamyndatökum

Þessi nýja tækni er kölluð FFRCT (Fractional flow reserve computed tomography). Hún notar flókna útreikninga vökva- og viðnámseðlisfræðinnar í ofurtölvum, til að reikna þrýstingsfall í æðinni. Þannig sést hvort veggbreytingar eða hugsanleg þrengsli í kransæðum hafi raunveruleg áhrif  á blóðflæðið í æðinni og hvort það sé það mikið að það geti valdið blóðþurrð til hjartavöðvans og útskýrt einkenni svo sem brjóstverk. Samkvæmt rannsóknum sýnir tæknin allt að 86% samsvörun við slíkar mælingar gerðar í hjartaþræðingu.

Með þessari nýjung, FFRCT, hefur verið sýnt fram á að hægt er að fækka óþarfa hjartaþræðingum um allt að 60% auk þess sem um er að ræða mikið minna inngrip og öll framkvæmdin er einfaldari og þar af leiðandi ódýrari.

Framkvæmdin á þessu er þannig að myndatakan fer fram hjá Röntgen í Domus og í völdum tilfellum þega vafi er á hvort þrengslin geti valdið raunverulegri blóðþurrð þá eru myndirnar sendar til frekari greiningar hjá Heartflow í Bandaríkjunum. Sjá myndskeið hér fyrir neðan.

- Auglýsing-

Á því er ekki nokkur vafi að hér er um byltingarkennda nýjung að ræða sem bundnar eru mikilar vonir við. Tæknin er mjög áreiðanleg og gefur mjög skýra þrívíða mynd af kransæðunum þar sem bæði er notaður litakóði og þrengingar merktar sérstaklega og hversu miklar þær eru uppgefið sem hlutfallstala eða prósenta.

Eins og áður sagði er talið að hægt sé að fækka óþarfa hjartaþræðingum um allt að 60% og er auðvelt að koma auga á gríðarlegan sparnað ef þessu úrræði væri breytt í meira mæli auk þess sem hættan á fylgikvillum minnkar að sama skapi. Einnig gæti tæknin stytt biðlista í hjartaþræðingar.

Sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið

Röntgen Domus hefur boðið uppá þessa þjónustu í rúmt ár og sent yfir 120 einstaklinga í slíkt mat. Samantekt á notkun tækninnar fyrsta árið var kynnt á Læknadögum í janúar s.l. og gaf hún til kynna að notkun tækninnar virðist hafa fækkað hjartaþræðingum hérlendis eins og þar sem þetta hefur verið rannsakað erlendis. Sjúklingum sem þurftu þræðingu í kjölfar CT af kransæðum í Domus fækkaði milli áranna 2018 og 2019 bæði í rauntölum og hlutfallslega eftir að tæknin var tekin í notkun. Leiddar voru líkur að því í erindinu að tæknin hafi getað sparað hjartaþræðingar fyrir um 26 milljónir króna á Íslandi árið 2019 og að heildarsparnaður væri 11 milljónir. Þetta er í samræmi við reynsluna erlendis, þ.e.a.s. það sést fækkun kransæðaþræðinga sem þarf til frekari greiningar. Á sama tíma sást fækkun á kransæðaþræðingum einungis til greiningar á Landspítala þó kransæðavíkkunum fjölgaði. Sem bendir til að sá hópur sjúklinga sem vísað var í þræðingu hafi verið betur valinn.

Að lokum

Þó að tæknin virðist leiða til sparnaðar í öðrum löndum (og jafnvel á Íslandi) með fækkun hjartaþræðinga og jafnvel annara myndrannsókna hefur ekki náðst samkomulag við Sjúkratryggingar Íslands um greiðsluþátttöku í kostnaðinum við FFRCT. Viðræður og kynning hefur staðið yfir í meira en ár en engin svör hafa fengist.

Aðstandendur Hjartalífs vilja hvetja Sjúkratryggingar Íslands til að ganga frá samkomulagi hið fyrsta hjartasjúklingum til hagsbóta.

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkur myndskeið frá Heartflow um fólk sem hefur farið í gegnum þetta ferli.

- Auglýsing -

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-