-Auglýsing-

Þrettán dauðsföll í Danmörku vegna Viagra

Þrettán dauðsföll hafa verið skráð hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum á síðustu tíu árum sem rekja má til notkunar stinningarlyfsins Viagra. Frá þessu greinir danska blaðið Ekstra Bladet í dag.
Þar segir að flest tilvikin megi rekja til blóðþrýstingsfalls sem leiði til þess að hjartað fái ekki nægt blóð og menn fái hjartaáfall. Dönsk heilbrigðsyfirvöld benda hins vegar á að þetta sé tiltölulega fámennur hópur miðað við hve margir fái lyfið en árið 2005 var Viagra ávísað til um 40 þúsund danskra karlmanna.

Yfirvöld segja þó að dauðsföllin sýni hversu mikilvægt það sé að læknar meti hættuna á hjartaáföllum áður en þeir ávísi lyfinu.

visir.is 03.04.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-