-Auglýsing-

Þrefalt fleiri greinist með gáttatif

Davíð O ArnarÁ undanförnum mánuðum höfum við á Hjartalíf fjallað um gáttatif og sagt frá aukningu í greindum tilfellum á sjúkdómnum hér á landi. Morgunblaðið fjallaði um málið þar sem það var tekið fyrir á málþingi á læknadögum í síðustu viku.

Á málþingi um hjartsláttartruflunina gáttatif á Læknadögum í Hörpu í vikunni var fjallað um sjúkdóminn frá nokkrum sjónarhornum. Meðal annars kom fram að búist er við að algengi hans muni aukast verulega á næstu áratugum.

Davíð O. Arnar, hjartalæknir, hélt erindi um áhrif gáttatifs á heila. „Gáttatif er einn stærsti áhættuþáttur heilaáfalla og sennilega má rekja á milli 30-40% allra blóðtappa í heila til þessarar hjartsláttartruflunar,“ segir Davíð í samtali við mbl.is. Heilaáföll af völdum gáttatifs leiða oft til mikillar fötlunar þar sem skemmdin nær yfir stórt svæði.

5000 hafa greinst með gáttatif

Davíð segir að í mörgum tilfellum er hægt að fyrirbyggja heilaáföll með blóðþynningarmeðferð. Þá getur gáttatif einnig haft frekari áhrif á heilann, fyrir utan blóðtappa, meðal annars valdið heilarýrnun sem mögulega geti aukið áhættu á vitrænni skerðingu.

Um 5000 einstaklingar hér á landi hafa greinst með gáttatif. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Davíð greindi frá. Talið er að þessi tala geti allt að þrefaldast á næstu árum, ekki síst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. „Gáttatif greinist oftast hjá þeim sem eldri eru og tengist gjarnan áhættuþáttum eins og kransæðasjúkdómi, hjartabilun, háþrýstingi og offitu,“ segir Davíð.

- Auglýsing-

Mikilvægt að velja rétt lyf

Gríðarlega mikilvægt er að velja rétt lyf fyrir hvern og einn sjúkling. Þetta sagði John Cann, hjartalæknir frá London, en hann fjallaði um lyfjameðferð við gáttatifi. „Þó lyfjameðferð sé mjög gjarnan beitt í þessum sjúkdómi er virkni þeirra lyfja sem notuð eru takmörkuð og sum þeirra geti hafa alvarlega aukaverkanir. Það sé því gríðarlega mikilvægt að velja rétt lyf fyrir hvern og einn sjúkling,“ sagði Cann.

Evrópusamtök hjartalækna hafi nýverið sent frá sér nýjar klínískar leiðbeiningar um meðferð gáttatifs þar sem skýrt er kveðið á um þetta atriði. John Camm sagði að talsvert hefði hægt á þróun lyfja við gáttatifi á siðustu árum. Mikill vaxtarbroddur hefði hins vegar verið í notkun nýrra blóðþynningarlyfjum til að fyrirbyggja heiláföll hjá sjúklingum með gáttatif.

Gáttatif stundum einkennalaust

Gáttatif getur verið einkennalaust og því er gjarnan erfitt að greina það. Þetta sagði Jesper Hastrup Svendsen, hjartalæknir frá Kaupmannahöfn. „Þetta er ekki síst vandamál vegna þess að þeir sem hafa einkennaluast gáttatif væru í jafnmikilli áhættu á að fá heilaáföll og þeir sem hafa einkenni. Hins vegar séu þeir sem ekki hafa einkenni auðvitað síður greindir og þar af leiðandi ekki beitt viðeigandi meðferð til að fyrirbyggja heilaáföll.“

Tengt efni:

Fróðleiksmoli: Gáttatif

Myndin er af Davíð O Arnar hjartalækni og er af vef Morgunblaðisins mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-