-Auglýsing-

Ákveðnar öreindir gætu minnkað skaða í kjölfar hjartaáfalls um allt að helming

hjartslátturVefmiðillinn Medical Express greindi nýverið frá spennandi rannsóknum sem eru á byrjendastigum en niðurstöður lofa góðu. Niðurstöður sýna að ef ákveðnum öreindum er sprautað inn í blóðflæðið innan við sólarhring í kjölfar hjartaáfalls geta þær minnkað skaðann sem annars myndi verða um allt að helming.

Stór hluti af þeim skaða sem verður á hjartavöðvanum í kjölfar hjartaáfalls er sökum bólguvaldandi fruma (e. inflammatory cells) sem ráðast á súrefnissveltandi vefi hjartans. En þegar ákveðnum öreindum er sprautað inn í blóðflæðið innan við sólarhring frá hjartaáfallinu þá minnkar skaðinn um helming. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem eru á byrjendastigi hjá Nortwestern Medicine og University of Sydney í Ástralíu.

Þegar lífbrjótanlegum öreindum var sprautað inn í blóðið í kjölfar hjartaáfalls, þá minnkuðu skemmdirnar á hjartanu um 50 prósent og hjartað gat pumpað mun meira blóði.

Daniel Getts, fræðimaður í örveru- og ónæmisfræði við Northwestern University Feiberg School of Medicine segir þetta vera fyrstu meðferðina sem miðar sérstaklega á þann skaðvald sem veldur mestum skaða í kjölfar hjartaáfalls. Hann segir enga aðra meðferð vera nálægt því að geta þetta og að þetta muni gjörbreyta því hvernig hjartaáföll og hjarta- og æðasjúkdómar eru meðhöndlaðir í framtíðinni.

Öreindirnar virka þannig að þær binda sig við skaðavaldandi frumuna og afvegaleiða hana þannig að í staðinn fyrir að þjóta í átt að hjartanu, þá fara frumurnar í miltað og deyja þar.

Þessar öreindir eru 500 nanometrar á stærð, sem er um 1/200 af breidd hárs.

- Auglýsing-

Sama rannsókn og sýndi áhrif þessara öreinda í kjölfar hjartaáfalls sýndi einnig fram á að öreindirnar minnka skaða og geta lagað vefi í öðrum bólguvaldandi sjúkdómum. Meðal annars á tilrauna eftirlíkingum af ristilbólgu, mænusiggi, West Nile vírusnum, iðrabólgu (e. inflammatory bowel disease), lífhimnubólgu og eftirlíkingu af blóðstreymi í kjölfar lifra ígræðslu.

Rannsakandinn Stephan Miller segir möguleikana á því að meðhöndla marga mismunandi sjúkdóma vera gríðarlega.

Rannsakendur binda vonir við að geta búið til betur útfærða útgáfu af öreindunum á næstunni í von um að geta notað þær í klínískar rannsóknir á hjartaáföllum á næstu tveimur árum.

Frétt Medical Express um málið má finna hér.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-