-Auglýsing-

Rauðvín hefur verndandi áhrif gegn sykursýki

RauðvínEnn ein rannsóknin sem sýnir ágæti rauðvíns þegar kemur að heilsunni hefur litið dagsins ljós. Í þetta sinn var sýnt fram á að rauðvín, jurtir og ber geti haft verndandi áhrif gegn sykursýki 2.

Niðurstöður rannsóknar sem birt var í the Journal of Nutrition gefa til kynna að ákveðin efnasambönd sem finna má í berjum, jurtum og rauðvíni geti mögulega haft verndandi áhrif gegn sykursýki. Þessi efnasambönd tengjast því að lækka insúlín viðnám (e. resistance) og því að stjórna blóðsykrinum betur. Þetta tvennt hjálpar til við að koma í veg fyrir sykursýki 2 sem meira en tvær milljónir einstaklinga í Bretlandi kljást við.

Þessar niðurstöður eru teknar saman úr könnun á 2000 heilbrigðum konum. Leiðandi rannsóknarinnar, prófessorinn Aedin Cassidy frá Háskólanum í East Anglia, sagði „þetta er ein fyrsta stóra rannsóknin sem gerð er á mönnum sem skoðar hversu öflug þessi efnasambönd eru í að minnka líkurnar á sykursýki“. Hann sagði að rannsóknin hafi sýnt að þeir sem neyttu mikið af efnablöndunum anthocyanins og flavones væri með lægra insúlín viðnám.

„Hátt insúlín viðnám tengist sykursýki 2, þannig að það sem við erum að sjá er að fólk sem borðar mat sem er með mikið af þessum tveimur efnasamböndum, eins og ber, jurtir, rauð vínber og vín – eru ólíklegri til að þróa með sér sjúkdóminn“ sagði Cassidy.

Einnig komust rannsakendur að því að þeir sem borðuðu mest anthocyanins voru ólíklegri til að kljást við króníska bólgusjúkdóma, en þeir hafa tengsl við marga aðra alvarlega sjúkdóma eins og sykursýki, offitu, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein.

Rannsakendur telja einnig að súkkulaði geti minnkað hættuna á hjartasjúkdómum.

- Auglýsing-

„Þetta eru spennandi niðurstöður sem sýna að sumir hlutar af mat sem við teljum óhollan, eins og súkkulaði og vín, geti í raun innihaldið gagnleg efni“ segir prófessorinn Tim Spector frá King‘s College London, en hann var einn af rannsakendum.

Þýtt og endursagt úr þessari frétt.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-