-Auglýsing-

Þrá eftir látnum ástvini er sterkasta tilfinningin

ALGENGUSTU viðbrögð við dauða ástvinar af eðlilegum orsökum er ekki þunglyndi heldur löngun og þrá eftir hinum látna. Þetta sýnir ný rannsókn, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að helsta tilfinning eftir missi ástvinar af eðlilegum orsökum “snýst frekar um þrá, löngun og söknuð eftir hinum látna – krefjandi þörf fyrir að þeir komi aftur”, sagði Holly Prigerson, forstjóri Dana-Farber-miðstöðvarinnar, þar sem veittur er sálrænn stuðningur meðal krabbameinssjúkra og aðstandenda og líknarmeðferð. “Að einblína á þunglyndi er misráðið,” er haft eftir henni, “löngunin er sálrænt ráðandi og sú tilfinning að fólk hafi misst hluta af sér og að án þess mikilvæga hluta geti það ekki orðið hamingjusamt.”

-Auglýsing-

Hún sagði jafnframt að áður fyrr hefði það verið trúa manna að þunglyndi væri ráðandi tilfinning eftir missi ástvina, en nýja rannsóknin sýndi að löngunin næði hámarki fjórum mánuðum eftir andlát ástvinarins og þunglyndi, sem getur verið afleiðing depurðarinnar, næði hámarki mun seinna.

Rannsóknin var byggð á viðtölum sem tekin voru á tveimur árum við 233 manns sem misst höfðu ástvin, yfirleitt maka, af eðlilegum orsökum.

Hin svokallaða þrepakenning dr. Elisabeth Kubler-Ross, sem sett var fram á sjöunda áratugnum og snýst um að sorg gangi yfir í þrepum; vantrú, löngun, reiði, þunglyndi og loks samþykki, var staðfest í nýju rannsókninni, að því er haft er eftir vísindamönnunum. “En, jafnmikilvægt er að gögnin sýna staðal yfir það hvernig sorgin breytist með tímanum,” sagði Prigerson, en hún er sérfræðingur í sorgarmeðferð. Jafnframt kom fram í máli hennar að nú þurfi sorgarráðgjafar að beina athyglinni að lönguninni.

Skyndilegt dauðsfall af völdum slysa eða annarra orsaka getur valdið meiri reiði og vantrú og að fólk komist síður á það stig að samþykkja heldur en rannsóknin sýnir.

- Auglýsing-

Hvernig sem á gögnin er litið sýnir rannsóknin fram á að öll sorgarviðbrögð sjatna að sex mánuðum liðnum. Ef meira en sex mánuðir líða er hugsanlegt að aðstandandinn sem misst hefur ástvin þurfi að leita sér meðferðar.

Fréttin birtist í Morgunblaðinu 06.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-