-Auglýsing-

Heilkorn góð fyrir hjartað

Ef fólk borðar morgunkorn með heilkornum og klíði á hverjum degi getur það dregið úr hættunni á að fá hjartaáfall um þriðjung samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar sem getið er um á vísindavefnum forskning.no.

Sé heilkorn borðað sjaldnar en sjö sinnum í viku verður árangurinn minni en jafnvel þó þess sé bara neytt einu sinni í viku þýðir það 14% minni hættu á hjartaáfalli en ella.

Könnunin sem um ræðir var gerð af bandarísku hjartaverndarsamtökunum á árunum 1982–2006.

Í morgunkornið sem notað var í rannsókninni var í það minnsta fjórðungur heilkorn eða klíð en heilkorn er vítamínríkt og inniheldur einnig andoxunarefni, steinefni og trefjar.

Trefjaríkur morgunverður getur lækkað blóðþrýsting og kólesteról í blóði og þannig komið í veg fyrir hjartaáfall segir Luc Djoussé sem er í forsvari fyrir rannsóknina og prófessor við læknadeild Harvard-háskóla.

Jafnvel þeir sem lifa annars heilbrigðu lífi geta grætt á að borða slíkan morgunverð.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 07.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-