Landspítalinn notaði raunverulegar sjúkraskrár til að kenna á upplýsingakerfi sjúkrahússins. Persónuvernd hefur skoðað málið og mælt fyrir um að framvegis verði eingöngu notaðar „gervisjúkraskrár” til að kenna á upplýsingakerfið.
Tæknimenn notuðu aðgangsorð tveggja lækna til að komast inn í skrárnar. Í bréfi Ólafs Baldurssonar, framkvæmdastjóra lækninga, til Persónuverndar kemur fram að hvorki Landspítalinn sjálfur, siðanefnd spítalans né Landlæknir hafi talið þörf á að láta tiltekinn sjúkling vita að skrá hans hafi verið skoðuð því það hafi verið gert í lokuðu rými frammi fyrir eiðsvörnum hópi og sjúklingurinn ekki beðið skaða af því.
-Auglýsing-
– gar
www.visir.is 28.07.2010
-Auglýsing-