-Auglýsing-

Læknar hafa eftirlit með sjálfum sér

Vanskráning mistaka heilbrigðisstarfsmanna er þekkt og jafnvel viðurkennt vandamál innan heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisstarfsmönnum ber samkvæmt lögum að skrá öll mistök og óvænt atvik sem eiga sér stað en engin eftirfylgni er með að það sé gert og virðast þeir komast upp með að  að skrá ekki mistök sem þeir verða valdir að.

Í nýjasta hefti tímarits Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er fjallað um lyfjamistök hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að lyfjamistök eru tíð hérlendis sem erlendis og að mikilvægt sé að vinna að úrbótum á lyfjaferlinu svo draga megi úr tíðni þeirra.

-Auglýsing-

Í greininni, sem skrifuð er af þremur hjúkrunarfræðingum, kemur fram að þekkt staðreynd sé að heilbrigðisstarfsmenn vanrækja skyldur sínar um skráningu mistaka;

Heilbrigðisstarfsmönnum á Íslandi er skylt samkvæmt lögum að skrá öll óvænt atvik í atvikaskrá þ.m.t. lyfjamistök (lög um landlækni, 2007) en vanskráning er þekkt og jafnvel viðurkennd.

Hjúkrunarfræðingurinn Auðbjörg Reynisdóttir, þekkir læknamistök af eigin raun og hefur látið reyna á kerfið. Í samtali við Pressuna sagði Auðbjörg að ótrúleg þöggun sé ríkjandi í heilbrigðisstéttinni og að erfitt sé að fá einhver svör um hvernig tekið sé á mistökunum. Hún segir viðbragðsleysið hjá heilbrigðiskerfinu, þegar slík mál koma upp, vera algert og að ekkert ferli fari í gang innan spítalans;

Viðbragðsleysið er algjört og ekkert ferli virðist fara af stað þrátt fyrir að um læknamistök er að ræða. Mér var til dæmis sagt að málið yrði rætt, en síðan ekki söguna meir og ég fékk ekkert að vita hvort tekið yrði á málinu eða hver niðurstaðan hefði orðið.

Auðbjörg segir að spítalinn hafi viðurkennt fyrir henni að um mistök hefði verið að ræða en síðar kom í ljós að ekkert hafði verið skráð í atvikaskrá eins og lög segja til um, þöggun innan heilbrigðiskerfisins sé svo mikil að menn komist upp með að vanrækja skyldur sínar. Eins og gefur að skilja, auðveldar það  fólki ekki að sækja rétt sinn þegar skráning mistakanna er með þessum hætti.

Hún segir ákaflega erfitt fyrir fólk að sækja rétt sinn til sjúkrahússins og að sjúklingar hafi almennt ekki orku og þrek til að standa í slíku. Hún undrast því að ekki sé tekið betur á þessum málum og sjúklingum gert auðveldara að sækja sinn rétt.

- Auglýsing-

Í grein sem Auðbjörg skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í vikunni vakti hún athygli á því að til hefði staðið lengi að gera rannsókn um mistök í heilbrigðiskerfinu. Enn hefur ekki fengist fjármagn í gerð skýrslunnar sem hún segir að sé eins og að fá á sig kjaftshögg. Auðbjörg segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir að greinin birtist og að fjöldi fólks sé í svipaðri stöðu og hún.

Þann 3. júní síðastliðinn sagði Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, við Fréttablaðið að henni fyndist eðlilegt að ráðist yrði í rannsóknir á mistökum í heilbrigðiskerfinu;

En ég kaupi ekki þau rök að það hafi ekki verið hægt að gera þessa rannsókn vegna fjárskorts. Þegar ég auglýsti eftir nýjum landlækni hér fyrir áramót þá kom fram að það stæði til að efla eftirlitshlutverk landlæknis. Það má skilja það bæði með tilliti til kreppunnar, en kannski líka að manni finnist ekki að þessu eftirliti hafi verið sinnt nægilega vel á undanförnum árum.

www.pressan.is 08.07.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-