-Auglýsing-

Lítil breyting á biðlistum

Landlæknisembættið segir að staða á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum á sjúkrahúsum og læknastofum sé almennt góð í júní, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þó séu þar undantekningar á, svo sem vegna gerviliðaaðgerða á hné. 

Enn sem fyrr er enginn biðlisti eftir almennum skurðaðgerðum né aðgerðum vegna krabbameins, en kvartað hefur verið undan slíkum biðlistum í ýmsum nágrannalandanna, segir í greinagerð.

-Auglýsing-

Þá segir að biðlistar eftir kransæðaaðgerðum, sem hafi verið talsverðir fyrir nokkrum árum, séu nú nánast horfnir. Þetta eigi við um bið lengur en í þrjá mánuði. Tekið er fram að bent hafi verið á að vegna eðli þessara biðlista væri ef til vill réttara að miða við styttri tíma, t. d. bið í meira en einn mánuð, en samræmisins vegna hefur þessu ekki verið breytt.

Einnig kemur fram að fjöldi á biðlista vegna aðgerðar á augasteini hafi hríðlækkað, enda farið að gera slíkar aðgerðir í meira mæli utan spítala.

Upplýsingar um aðgerðir vegna brjóstauppbyggingar í kjölfar brjóstnáms bárust nú í fyrsta sinn. Voru 36 konur á þeim biðlista en voru 45 á sama tíma í fyrra.

Vegna árstíðasveiflna í biðlistum er best að bera saman bið eftir aðgerðum í sama mánuði árin áður. Við slíkan samanburð kemur fram að staðan hefur nánast hvergi versnað, nema hvað varðar gerviliðaaðgerðir á hné. Fjöldinn á biðlista eftir slíkri aðgerð er svipaður og var fyrir þremur mánuðum, en hafði þá aukist talsvert.

- Auglýsing-

Segja má að staðan sé furðugóð miðað við samdrátt í mannafla og miðað við þann árangur sem t.d. Landspítali hefur náð í að halda kostnaði innan ramma fjárlaga, segir í greinagerðinni.

www.mbl.is 24.06.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-