-Auglýsing-

Tæki vantar til að vinna á biðlistum á hjartadeildinni

SÖKUM tækjaskorts og ónógs fjölda rúma á legudeildum hefur erfiðlega gengið að stytta biðlista eftir hjartaþræðingum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Þá hefur eftirspurnin eftir slíkum aðgerðum aukist síðastliðin ár, m.a. vegna stækkandi hóps eldri borgara sem þurfa á aðgerðinni að halda.

Að sögn Guðmundar Þorgeirssonar, sviðsstjóra lyflækningadeildar I, er vonast til að nýtt hjartaþræðingartæki verði tekið í notkun fyrri hluta næsta árs samhliða þeim tveim sem fyrir eru, en útboð fyrir tækið, sem kostar um 120 millj., er þegar hafið. Það er mat Guðmundar að með nýju tæki sé nauðsynlegt að bæta við fleiri gæslurúmum svo tækið nýtist til fulls.

Guðmundur segir nauðsynlegt að halda rúmum hjartadeildar opnum og tryggja stöðugt flæði en vegna manneklu takist það ekki alltaf.

Óviðunandi bið
Hann telur að bæta þurfi bæði sérhæfðum hjartalækni og starfsfólki á deildina en vegna mikils aðhalds í rekstri spítalans hefur lítið fjármagn verið afgangs í mannafla. Þetta sé nokkuð sem bæði heilbrigðis- og fjármálaráðuneytið verði að athuga.

Um tvö hundruð manns eru nú á biðlista eftir hjartaþræðingu og hefur fjöldinn verið á því bili undanfarin þrjú ár en í byrjun ársins 2004 var listinn í lágmarki. Það ár var hins vegar mikill niðurskurður og því snarfjölgaði þeim sem biðu aðgerðarinnar og náði fjöldinn tvö hundruð manns undir lok ársins og hefur haldist svo til stöðugur síðan.

Í janúar var meðalbiðtími rúmir tveir mánuðir en dæmi eru um að sjúklingar bíði í 6-7 mánuði og segir Guðmundur það óviðunandi.

- Auglýsing-

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur

ylfa@mbl.is

Morgunblaðið 09.08.2007

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-