-Auglýsing-

16 ára þarf í hjartaaðgerð frá Stöðvarfirði til Boston

Guðgeir Margeirsson er 16 ára drengur á Stöðvarfirði sem þarf að fara í hjartaaðgerð til Boston í Bandaríkjunum í haust. Aðgerð, er ekki hægt að gera hér á landi en með henni verður ráðin bót á hjartsláttartruflunum sem koma í veg fyrir að Guðgeir geti lifað eðlilegu lífi.

Annað kvöld verða styrktartónleikar á Stöðvarfirði fyrir fjölskyldu Guðgeirs en foreldrar hans og systkini ætla að fylgja honum út í aðgerðina. Vinir og velunnarar vilja létta undir fjölskyldunni og safna upp í ferðakostnaðinn. Ýmsir landsþekktir skemmtikraftar gefa vinnu sína við tónleikana sem hefjast í íþróttahúsinu í Stöðvarfirði kl. 19.

-Auglýsing-

Borghildur Jóna Árnadóttir, móðir Guðgeirs, sagði í samtali við Eyjuna í dag að fyrir þremur árum hefði Guðgeir farið að fá hjartsláttarköst þar sem hjarta hans slær með allt að 290 slaga hraða á mínútu. Hann hefur verið til læknismeðferðar og meðal annars gengist undir aðgerð hjá Hróðmari Helgasyni, barnahjartalækni á Landspítalanum, og hefði fengið nokkurn bata en ætti að geta fengið fullan bata með aðgerðinni í Boston. Með lyfjameðferð hefði dregið úr einkennunum en það eina sem dygði til þess að koma í veg fyrir veikindin væri aðgerð í Boston þar sem læknar geta komist aftan að hjartanu og brennt fyrir þær taugar sem valda hjartsláttaróreglunni.

Guðgeir kláraði grunnskóla á Stöðvarfirði í vor og var þar nemandi hjá Björvin Val Guðmundssyni, kennara og bloggara, en það er Björgvin sem hefur haft veg og vanda að því að undirbúa tónleikana annað kvöld. Fram koma KK, Bjartmar Guðlaugsson, Andri Bergmann, Miri, Garðar Harðar, Coney Island Babies og Límbandið. Allur aðgangseyrir rennur til þess að greiða ferðakostnaðinn fyrir fjölskyldu Guðgeirs.

Borghildur Jóna segir að Tryggingastofnun greiði kostnaðinn fyrir Guðgeir sjálfan og einn fylgdarmann en fjölskyldan vilji öll fara með honum þá viku til 10 daga sem mest á reynir úti í Boston. “Við foreldrar hans getum ekki hugsað okkur annað en að fara bæði, maður væri aldrei í rónni hérna heima,” segir hún. Guðgeir á 18 ára bróður og tvö yngri systkini og er ætlunin að öll fari út. Borghildur segir að þau hjónin þurfi á túlk að halda í Boston og elsti bróðirinn ætlar að sinna því hlutverki.

Borghildur segir að Björgvin Valur hafi hringt í sig eitt kvöldið og spurt hvort hún vildi leyfa honum að gangast fyrir tónleikunum til þess að auðvelda þeim ferðina, svo þau gætu einbeitt sér betur að því að sinna Guðgeiri. Hún sagðist hafa þegið það með þökkum og fjölskyldan væri mjög þakklát öllum þeim sem vildu leggja þeim lið með því að mæta á tónleikana.

- Auglýsing-

www.eyjan.is 08.08.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-