-Auglýsing-

Svefnskortur skeinuhættur

Of lítill svefn dregur úr líkamlegri og andlegri heilsu, sálrænu þoli, vinnugetu og gæðum afkasta. Svefnskortur tengist sjúkdómum á borð við þunglyndi, offitu, hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki.
Í næstu viku koma 5.000 svefnsérfræðingar saman á árlegri ráðstefnu sinni að því er forskning.no greinir frá. Þar verða lagðar fram niðurstöður ýmissa rannsókna á svefni. Mark Chattington við Manchester Metropolitan University hefur t.d. komist að þeirri niðurstöðu að slæmur svefn, þó ekki sé nema í eina nótt, hafi verulega slæm áhrif á færni einstaklinga sem bílstjóra.

Svipaðar rannsóknir á öryggisvörðum á flugvöllum sýndu að svefnskortur dró úr hæfileika þeirra til að koma auga á hættulega hluti í farangri. Eins geta læknar og hjúkrunarfræðingar, sem vinna of lengi án þess að sofa, beinlínis verið hættulegir sjúklingum sínum.

Rannsóknir sýna líka að svefn umfram það sem er nauðsynlegt bætir getu fólks. Cheri Mah við Stanford University hefur þannig komist að því að aukasvefn bætir árangur íþróttamanna en hún rannsakaði sex körfuboltaleikmenn. Eftir tveggja vikna eðlilegan svefn sváfu þeir eins mikið aukalega og þeir gátu í einn dag. Á eftir sögðust þeir vera orkumeiri, úthaldsbetri og í betra skapi, bæði á æfingum og á leikvellinum. Þá sýndu mælingar Mah að þeir hlupu hraðar og köstuðu betur.

Sanjeev V. Kothare við St. Christopher’s Hospital for Children í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að börn sem tilheyra lægri þjóðfélagsstéttum hafa verri svefnvenjur en börn úr miðstétt. Þar sem góður svefn styrkir andlega getu getur slíkt aukið bilið milli barna með ólíkan bakgrunn.

Svefnsérfræðingarnir segja fullorðna þurfa sjö til átta tíma svefn hverja nótt en skólabarn þarf tíu til ellefu tíma. Barn á leikskólaaldri þarf ellefu til þrettán tíma.

Morgunblaðið 15.06.2007

- Auglýsing-

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-