-Auglýsing-

6 ára fangelsi fyrir að stinga mann í hjartað í ölæði

Kraftaverk eða læknisfræðilegt afrek, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um það þegar hjartaskurðlæknir bjargaði lífi manns með berum höndunum. Maðurinn var með gat á hjartanu eftir hnífsstungu. Sá sem stakk, fertugur Reykvíkingur, var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi.

5 karlmenn fylgdust með fótboltaleik á heimili eins þeirra í Reykjavík í apríl í vor. Þeir drukku bjór, vodka og rósavín. Þeir voru ýmist ölvaðir eða ofurölvi segir í dóminum. PSV-Eindhoven og Liverpool kepptu. Staðan var sennilega 3-0 fyrir Liverpool, þegar 1 mannanna fór fram í eldhús, sótti sér hníf og stakk 1 félaganna tvívegis í brjóstið. Tildrög atlögunnar eru ekki fulljós, meðal annars vegna ástands mannanna, en minni þeirra um atburði var stopult. Eitthvað hafði þó kastast í kekki milli manna.

Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann var að deyja þegar Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir opnaði með látum á honum brjóstholið, stakk fingri í gat á hjartanu og dældi blóði handvirkt. Það hafði ekki einu sinni tekist að koma manninum á skurðstofu. Skjót viðbrögð skildu á milli feigs og ófeigs í eiginlegri merkingu segir í dóminum. Maðurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi eftir 3 vikur og er bærilega á sig kominn nú.

Ari Kristján Runólfsson, sem lagði til mannsins, var auk þess að vera drukkinn, undir áhrifum valíums, libríums og mogadons. Áhrifin flokkuðust undir klíníska eitrun sem kröfðust læknishjálpar sagði sérfræðingur fyrir dómi. Ari sem játaði brot sitt, var dæmdur í 6 ára fangelsi og þótti héraðsdómi rétt að líta eins mildilega á brot hans og frekast var unnt innan ramma laganna.

Niðurstaðan var 6 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, 1500.000 krónur í bætur til fórnarlambsins og miljón í sakarkostnað.

www.ruv.is 21.06.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-