Súkkulaði sem fær að bráðna á tungunni hefur meiri áhrif í heilanum en ástríðufullur koss, að því er vísindamenn segja. Fylgdust þeir með hjartslætti og heilastarfsemi í sjálfboðaliðum á þrítugsaldri sem létu súkkulaði bráðna uppi í sér og kysstust síðan.
Frá þessu greinir fréttavefur BBC.
-Auglýsing-
Súkkulaðið olli meiri og langvinnari vellíðunaráhrifum en kossinn, og jókst hjartsláttur sjálfboðaliðanna um helming er þeir nutu súkkulaðisins.
Stjórnandi rannsóknarinnar segir að í mörgum tilvikum hafi áhrifin af súkkulaðinu varað fjórfalt lengur en áhrifin af ástríðufullum kossi. Fyrri rannsóknir hafi leitt í ljós að súkkulaði hafi geðvirk áhrif, en ef það fái að bráðna á tungunni kunni áhrifin að verða enn meiri.
mbl.is.16.04.2007
-Auglýsing-