-Auglýsing-

Styrkja hjartveik börn

ÞÆR láta ekki deigan síga, konurnar í basarnefnd Kvennadeildar Rauða kross Íslands. Þær hafa afhent Neistanum, félagi hjartveikra barna styrk, sem þær öfluðu með því að halda sinn árlega basar. „Við erum um tuttugu konur sem hittumst hvern einasta miðvikudag yfir vetrartímann og búum eitthvað til í höndunum til að selja á okkar árlega basar, sem er í nóvember, það hentar vel svona rétt fyrir jólin, við erum með mikið jólaföndur,“ segir Margrét Kristinsdóttir forsvarsmaður basarnefndarinnar en hún hefur stundað þetta sjálfboðastarf hátt í tuttugu ár.

Vantar nýjar konur í hópinn
„Þetta er skemmtilegur félagsskapur og hálfgerður saumaklúbbur en nú mætti alveg fara að verða nýliðun í hópnum, okkur hefur fækkað mikið og við sem eftir erum orðnar fullorðnar. Sjálf er ég áttatíu og tveggja ára. Við þraukum en hvetjum allar konur sem áhuga hafa að slást í hópinn og það er ekki skyldumæting hvert einasta miðvikudagskvöld á vetrum, sem gerir það að verkum að þetta er ekki bindandi. Konur geta komið þegar þær hafa tíma til. Þetta hentar vel fyrir konur sem eru hættar að vinna.“

Rennur óskipt til veikra barna
Margrét segir að þegar Kvennadeild Rauða krossins hafi verið stofnuð hafi verið haldinn basar fyrstu árin í þeim tilgangi að safna fyrir bókum á sjúklingabókasöfn sjúkrahúsanna. „En nú liggur miklu færra fólk en áður lengi inni á spítala í einu, og þá er eðli málsins samkvæmt minna lesið af bókum þar. Þá ákváðum við að láta allt það fé sem safnast þegar við seljum vörurnar sem við búum til fyrir basarinn, renna til líknarmála sem snerta börn. Það er okkur mikil ánægja að geta látið gott af okkur leiða með þessu framlagi núna til Neistans, félags hjartveikra barna. Alls staðar er þörf fyrir peninga þar sem eru veik börn.“

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur

khk@mbl.is  

Morgunblaðið 16.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-