-Auglýsing-

Stökkur kjúklingur í samloku eða forrétt

stokkur-kjuklingur -i-samloku-eda-forrett-25-okt-2013Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að stökkum kjúklingi í samloku eða forrétt.

Forréttur fyrir 6 eða samloka fyrir 4

Kjúklingur:

4 bringur eru skornar í um 10 bita hver fyrir forrétt eða langsum í fjóra bita fyrir samlokuna.

- Auglýsing-

Pannering fyrir kjúkling

Deig:

410 g hveiti
18 g lyftiduft
1 tsk. karrí
salt og pipar
Bjór eða pilsner

Öllum þurrefnum blandað saman og svo er bjór blandað smátt og smátt saman við uns klattadeigsþykkt er náð. Gott er að láta deigið standa í nokkra klukkutíma.

Panko raspur ¾ hlutar
Kornflex ¼ hluti
Blandað saman

Kjúklingurinn settur í deigið, svo í raspblönduna. Hann er djúpsteiktur á 180°C uns kjarnhiti er 71°C eða í um 3½ mínútu. Ef um forrétt er að ræða eru bitarnir bornir fram með góðri bbq-sósu, sellerístönglum eða gúrkum.

Hot-sósa á samlokuna

Sýrður rjómi 18%, 300 g (má nota 150 g majónes og 150 g sýrðan rjóma)
Frank´s red hot 60 g (fæst í Hagkaupum, má nota meira magn ef maður vill sterkari sósu)
Hráefnum blandað saman og smakkað til með salti, pipar og smásítrónusafa.

- Auglýsing -

Súrar gúrkur

½ gúrka, skorin í þunnar sneiðar
200 g hvítvínsedik
200 g vatn
200 g sykur
10 svört piparkorn
1 lárviðarlauf

Allt hitað upp og hellt yfir gúrkurnar. Látið standa í um 20 mínútur. Geyma má afganginn í ísskáp. Hrásalat (mæli með heimatilbúnu, má kaupa í búð)

Hrásalatsósa

500 g majónes
100 g sýrður rjómi, 18%
20 g appelsínuþykkni
30 g flórsykur
fennelduft, hnífsoddur (má sleppa)
20 g Dijon-sinnep

Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar. Gulrætur og hvítkál rifið niður í rifjárni (2/3 hvítkál og 1/3 gulrætur) og blandað í sósuna.

80 g sveppir, skornir þunnt
Jöklasalat (iceberg) skorið þunnt
4 hamborgarabrauð eða 4 tortillur.

Á samlokuna er sett sósa, hrásalat, sveppir, súrar gúrkur og svo kjúklingur. Ofan á er bætt salati og sósu. Hægt að nota hamborgarabrauð eða rúlla upp í tortillu. Með þessu er gott að bera fram franskar kartöflur.

Roadhouse er amerískur veitingastaður á Snorrabraut 56 í Reykjavík. Yfirkokkur er Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-